Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Húsfélag braut lög þegar eftirlitsmyndavélum var fjölgað

„Eins og ég segi eru mynda­vél­ar nú við garð og alla inn­ganga“.

Húsfélag braut lög þegar eftirlitsmyndavélum var fjölgað

Húsfélag í fjölbýlishúsi braut persónuverndarlög í fyrra þegar eftirlitsmyndavélum í sameign hússins var fjölgað án viðhlítandi kynningar og samráðs við íbúa. Þetta er niðurstaða Persónuverndar samkvæmt úrskurði sem kveðinn var upp í sumar og birtist á vef stofnunarinnar í dag. 

Forsaga málsins er sú að íbúi kvartaði undan því að eftirlitsmyndavélum hefði verið fjölgað úr fjórum í níu. „Nú þegar eru komnar 9 eftirlitsmyndavélar um alla sameign. Hinar myndavélarnar voru settar upp í bílageymslu og [áttu] að koma í veg fyrir innbrot þar,“ segir í kvörtun íbúans sem telur að húsið hafi áður verið vel varið fyrir innbrotum, enda þyrfti þjófur að brjóta niður að minnsta kosti þrjár hurðir til að komast inn. „Eins og ég segi eru myndavélar nú við garð og alla innganga. Eftirlitsmyndavélar þessar eru settar upp án þess að það hafi verið tekið fyrir á aðalfundi eða á sérstökum fundi. Ekki var leitað [samþykkis] íbúa.“ 

Persónuvernd byggir niðurstöðu sína meðal annars á því að samkvæmt reglum stofnunarinnar um rafræna vöktun verði að gæta þess að ganga ekki lengra en brýna nauðsyn ber til og jafnframt gæta þess að virða einkalífsrétt þeirra sem sæta vöktun og forðast alla óþarfa íhlutun í einkalíf þeirra.

„Engin gögn hafa verið lögð fram í málinu sem sýna fram á að lögmæt ákvörðun um fjölgun eftirlitsmyndavélanna hafi verið tekin innan húsfélagsins fyrir uppsetningu nýju vélanna á árinu 2016,“ segir í úrskurði Persónuverndar. „Með vísan til þess telur Persónuvernd ljóst að sú vöktun, sem átti sér stað vegna fjölgunar eftirlitsmyndavéla í sameign [...], hafi ekki getað stuðst við fyrrgreindan 7. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000 á þeim tíma.“

Bent er sérstaklega á að tillögu um fjölgun eftirlitsmyndavéla í sameign hafi ekki verið getið í fundarboði aðalfundar húsfélagsins 2017 og því sé ekki hægt að byggja á að lögmæt ákvörðun um fjölgun eftirlitsmyndavéla í sameign hafi verið tekin á vettvangi húsfélagsins. Þá telur Persónuvernd ekki fullnægjandi að húsfélagið hafi kynnt endurnýjun myndavélakerfisins á Facebook og með merkingum við innganga og hurðir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár