Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ofbeldisárásir á Nörrebro. Dagbók frá Kaupmannahöfn XXIII.

Ill­ugi Jök­uls­son hef­ur ekki orð­ið per­sónu­lega var við gengja­stríð á Nör­re­bro, en frétt­irn­ar af því fara ekki fram­hjá nein­um

Ofbeldisárásir á Nörrebro. Dagbók frá Kaupmannahöfn XXIII.
Lögreglumenn hafa afskipti af einum LTF-drengja. Flestir eru kornungir að árum.

Loksins þegar eitthvað gerist í Kaupmannahöfn, þá er ég úti að aka og get ekki flutt af því neinar fréttir.

Ég veit ekkert um Peter Madsen og stóra kafbátamálið sem þið hafið ekki þegar heyrt í fréttunum á Íslandi.

Og hinar skelfilegu skotárásir sem átt hafa sér stað í Nörrebro hafa líka farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér.

Ég ætla þó að skrifa hér fáein orð um það.

Kannski heyrið þið í fréttum að skotárásirnar og önnur ofbeldisverk séu runnin undan rifjum glæpagengja innflytjenda.

Það er að hálfu leyti rétt og að hálfu leyti ekki.

Og kannski ástæða til að taka sérstaklega fram að í baráttu glæpagengja kemur íslam eða íslamismi ekkert við sögu.

Þungamiðja átakanna nú eru, sýnist mér af fréttum í dönskum fjölmiðlum, samtökin LTF.

Það er gengi glæpamanna sem stofnað var 2013 úr ýmsum litlum götustrákahópum, og er nú að reyna að gera sig gildandi í skipulagðri glæpastarfi í Nörrebro og ýmsum hverfum austur af Kaupmannahöfn.

Í samtökunum LTF er meirihluti félaga innflytjendur eða af ættum innflytjenda, og frá ýmsum heimshlutum, en stór minnihluti eru þó réttir og sléttir Danir.

LTF er skammstöfun fyrir Loyal To Familia, en það heiti valdi hópurinn sér og lýsir því vel hvers konar grúppa er á ferð.

Þetta er sem sagt ósköp einfaldlega mafía þar sem tryggð við hópinn - „fjölskylduna“ - gengur fyrir öllu.

Shuaib Khan er foringi hópsins. Hann er um þrítugt og sat í fangelsi í sex ár fyrir morðtilræði en hefur nú verið hnepptur í gæsluvarðhald að nýju. Faðir hans var á sínum tíma í borgarstjórn Kaupmannahafnar og hefur harmað að hafa vanrækt son sinn svo á æskuárum að hann leiddist út á glæpabrautina.

Til að kynnast því sem er að gerast á Nörrebro er áreiðanlega vænlegra að lesa um ítölsku mafíuna og framferði hennar í Bandaríkjunum heldur en hella sér í íslömsk fræði.

Eða horfa á myndina Gangs of New York eftir Martin Scorsese þar sem ofbeldisfullir innflytjendur af írskum ættum berjast um völdin af þvílíkum ofsa að átökin á Nörrebro munu vonandi aldrei ná því stigi.

Nú, eða bara rifja upp ofbeldisfulla baráttu glæpagengjanna Hells Angels og Bandidos um glæpamarkaðinn í Danmörku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár