Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kvaddir gamlir vinir. Dagbók frá Kaupmannahöfn XX.

Ill­ugi Jök­uls­son sá skó­búð á Triang­len og stóðst ekki mát­ið.

Kvaddir gamlir vinir. Dagbók frá Kaupmannahöfn XX.
Ef myndin prentast vel sést að bækurnar eru innbundin eintök af Búnaðarritinu frá 1900.

Í ágúst 2005 hljóp ég hálft maraþon í þriðja sinn á ævinni. Og í þriðja sinn hljóp ég á gulum og gömlum strigaskóm sem orðnir voru býsna snjáðir.

Þetta var ansi erfitt hlaup og þar sem ég silaðist áfram á sautjánda kílómetranum lofaði ég sjálfum mér að ef ég kæmist alla leið í mark skyldi ég kaupa mér almennilega hlaupaskó.

Nú, ég náði í mark og stóð við heitið og eignaðist hlaupaskó.

Ég man enn hvað þeir kostuðu - heilar 16.000 krónur.

Það fannst mér fáránlega hátt verð fyrir skó handa sjálfum mér af því mér hefur alltaf þótt þeim peningum illa varið sem fara í skótau á mig.

Einfaldlega af því ég hef engan áhuga á skóm.

En jæja, ég var kominn með þessa skó og hljóp nú á þeim næstu árin.

Það var eins gott þeir skiluðu einhverju fyrir allan þennan pening, ha?

Ég veit að maður á að skipta um hlaupaskó á tveggja þriggja ára fresti, en það hvarflaði aldrei að mér.

Mér fór líka að þykja vænt um þessa skó, þrátt fyrir allt, og við brölluðum ýmislegt saman.

Hlupum tvö opinber hálfmaraþon og tvö prívat. Einu sinni hlupum við 30 kílómetra en það var of mikið.

Hins vegar runnum við óteljandi 10-12 kílómetra skeið um Seltjarnarnesið og annað eins á hlaupabrettinu í ræktinni.

Og við hlupum 10 kílómetra kringum Central Park í New York, þar sem götusöngvararnir hvöttu okkur áfram, og 15 kílómetra eftir Signubökkum og upp á Republique-torg þar sem Sígaunarnir hrópuðu ókvæðisorð á eftir okkur fyrir að stoppa ekki og gefa þeim pening.

Við hlupum 10 kílómetra um götur Damaskus, skokkuðum um Samarkand og Bukhara og svona hitt og annað gerðum við, skórnir og ég.

En nú er komið að leiðarlokum eftir tólf ár.

Áðan var ég á göngu um Trianglen hér í Kaupmannahöfn og fann að annar skórinn var alveg að liðast í sundur. Og í hinum var eitthvað farið að stingast í hælinn á mér.

Svo ég arkaði inn í verslunina RunnersLab og keypti nýja skó.

Síðasta verkefni gömlu skónna verður á eftir þegar við ætlum upp í Sívalaturn.

Þangað hef ég aldrei komið og mér finnst því þrammið þar upp hæfilega virðuleg lokaskref fyrir þessa gömlu skó. 

Svo taka þeir nýju við og fá það verkefni að koma mér í form svo ég geti hlaupið hálft maraþon að nýju á næsta ári.

Það er algjört lágmark.

Þessir skór kostuðu nefnilega hvorki meira né minna en 16.800 krónur!

Hamingjan sanna, hvað þeir skulu fá að vinna fyrir sér!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár