Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mitt mesta afrek. Dagbók frá Kaupmannahöfn XIV.

Ill­ugi Jök­uls­son er ríg­mont­inn af hjóla­t­úr sem hann fór í frá Jóns­húsi.

Mitt mesta afrek. Dagbók frá Kaupmannahöfn XIV.
Eins og sjá má var ég orðinn svo aðframkominn úr hungri og þorsta eftir hjólatúrinn langa á appelsínugula hjólinu að ég rauk beint í næstu búð og keypti mér jarðarber. Og var langt kominn með kassann áður en ég var einu sinni kominn út að hjólinu.

Jæja. Að vinna sitt mesta líkamlega afrek 57 ára, 30 kílóum of þungur, eftir átta hjartaþræðingar, búinn að fara í liðþófaaðgerðir á báðum hnjánum og nánast alveg æfingalaus, það var ekki endilega það sem ég átti von á að mér tækist.

Hjólaði rétta 100 kílómetra, sleitulaust (tvö 7 mínútna hlé á kaffihúsum), helming leiðarinnar í furðu köldum mótvindi, tvo þriðju leiðarinnar í ausandi rigningu og öngri regnkápu.

Og ekki láta neinn ljúga því að ykkur að það séu engar brekkur á leiðinni frá Kaupmannahöfn norður á Helsingjaeyri. Þær eru bara ansi margar, og alveg jafn margar á leiðinni til baka.

Stundum má maður líklega leyfa sér að vera ánægður með sjálfan sig. Helvíti var þetta gott hjá mér!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár