Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mitt mesta afrek. Dagbók frá Kaupmannahöfn XIV.

Ill­ugi Jök­uls­son er ríg­mont­inn af hjóla­t­úr sem hann fór í frá Jóns­húsi.

Mitt mesta afrek. Dagbók frá Kaupmannahöfn XIV.
Eins og sjá má var ég orðinn svo aðframkominn úr hungri og þorsta eftir hjólatúrinn langa á appelsínugula hjólinu að ég rauk beint í næstu búð og keypti mér jarðarber. Og var langt kominn með kassann áður en ég var einu sinni kominn út að hjólinu.

Jæja. Að vinna sitt mesta líkamlega afrek 57 ára, 30 kílóum of þungur, eftir átta hjartaþræðingar, búinn að fara í liðþófaaðgerðir á báðum hnjánum og nánast alveg æfingalaus, það var ekki endilega það sem ég átti von á að mér tækist.

Hjólaði rétta 100 kílómetra, sleitulaust (tvö 7 mínútna hlé á kaffihúsum), helming leiðarinnar í furðu köldum mótvindi, tvo þriðju leiðarinnar í ausandi rigningu og öngri regnkápu.

Og ekki láta neinn ljúga því að ykkur að það séu engar brekkur á leiðinni frá Kaupmannahöfn norður á Helsingjaeyri. Þær eru bara ansi margar, og alveg jafn margar á leiðinni til baka.

Stundum má maður líklega leyfa sér að vera ánægður með sjálfan sig. Helvíti var þetta gott hjá mér!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dagbók frá Kaupmannahöfn

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár