Jæja. Að vinna sitt mesta líkamlega afrek 57 ára, 30 kílóum of þungur, eftir átta hjartaþræðingar, búinn að fara í liðþófaaðgerðir á báðum hnjánum og nánast alveg æfingalaus, það var ekki endilega það sem ég átti von á að mér tækist.
Hjólaði rétta 100 kílómetra, sleitulaust (tvö 7 mínútna hlé á kaffihúsum), helming leiðarinnar í furðu köldum mótvindi, tvo þriðju leiðarinnar í ausandi rigningu og öngri regnkápu.
Og ekki láta neinn ljúga því að ykkur að það séu engar brekkur á leiðinni frá Kaupmannahöfn norður á Helsingjaeyri. Þær eru bara ansi margar, og alveg jafn margar á leiðinni til baka.
Stundum má maður líklega leyfa sér að vera ánægður með sjálfan sig. Helvíti var þetta gott hjá mér!
Athugasemdir