„Hlutabréfamarkaðurinn okkar tók fyrstu dýfuna í gær vegna Íslands,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sinni á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos. Var það í miðri ræðu um af hverju Bandaríkin ættu að fá að kaupa Grænland.
Virtist hann þarna slá saman Íslandi og Grænlandi, sem hann hefur lagt mikla áherslu á að eignast. Hlutabréfamarkaðir vestanhafs hafa lækkað, sem talið er merki um óvissu fjárfesta vegna yfirlýsinga Trump um að taka yfir Grænland, þvert á vilja Evrópuþjóða.
En Trump kenndi Íslandi um. „Þannig að Ísland er þegar búið að kosta okkur mikla peninga,“ sagði hann.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump minnist á Ísland þegar hann talar um Grænland. Í ræðunni í Davos vísaði hann líka til Grænlands sem klaka. „Það er ekki hægt að tala um þetta sem land,“ sagði hann á einum tímapunkti og sagði að …


















































Athugasemdir (1)