Trump ætlar sér að ná Grænlandi: „Við erum stórveldi“

„Ef það væri ekki fyr­ir okk­ur, vær­uð þið öll að tala þýsku. Og kannski smá japönsku,“ sagði Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, þeg­ar hann mætti á al­þjóða­efna­hags­ráð­stefn­una í Dav­os. Hann sagði að það hefði ver­ið „heimsku­legt“ að skila Græn­landi eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina en hann myndi ekki beita hervaldi til að ná land­inu.

Trump ætlar sér að ná Grænlandi: „Við erum stórveldi“

„Við erum stórveldi. Miklu meira stórveldi en fólk áttar sig á,“ sagði Donald Trump í ræðu sinni í Davos. Hann segist ekki ætla að beita hervaldi til að ná yfirráðum yfir Grænlandi, því hann þurfi þess ekki.

„Það er sennilega stærsta yfirlýsingin, því fólk hélt að ég myndi beita valdi. Ég þarf ekki að beita valdi. Ég vil ekki beita valdi. Ég mun ekki beita valdi. Allt sem Bandaríkin biðja um er staður sem heitir Grænland.“ 

Það er hins vegar nauðsynlegt að Bandaríkin fái Grænland, því ekkert land getur tryggt varnir Grænlands nema Bandaríkin. Það hefðu verið mistök að leyfa Dönum að halda Grænlandi eftir seinni heimsstyrjöldina, eftir að hafa verið bjargað af Bandaríkjunum.

„Við sáum þetta í síðari heimsstyrjöldinni, þegar Danmörk var tekin yfir af Þýskalandi eftir aðeins sex klukkustunda átök,“ sagði Trump um vanmátt Evrópu, og Danmerkur sérstaklega, til að tryggja eigin varnir. Þá hafi Bandaríkin sent hermenn til Grænlands og tryggt varnir landsins. „Ef það væri ekki fyrir okkur, væruð þið öll að tala þýsku. Og kannski smá japönsku.“

„Árið 2019 sagðist Danmörk ætla að verja meira en 200 milljónum dollara til að styrkja varnir Grænlands,“ sagði Trump „en þau eyddu aðeins einu prósenti af því.“

Trump sagðist vera hlýtt til Evrópu en að álfan væri á rangri leið. „Ég elska Evrópu og vil sjá henni ganga vel en hún er ekki á leiðinni í rétta átt,“ sagði hann og gagnrýndi til að mynda Breta fyrir græna orkustefnu sína.

„Við gefum svo mikið af okkur og fáum svo lítið í staðinn“

Evrópuríkin þyrftu að komast út úr þeirri menningu sem þau hafa skapað á síðustu tíu árum, tryggja örugg landamæri og setja hagvöxt í forgang. „Það er hræðilegt hvað þau eru að gera sjálfum sér. Þau eru að eyðileggja sig,“ sagði hann. „Við viljum sterka bandamenn, ekki mjög veika.“

„Við gefum svo mikið af okkur og fáum svo lítið í staðinn,“ sagði hann. Það væri ekkert Atlantshafsbandalag hefði hann ekki stigið inn á sínu fyrra kjörtímabili. Bandaríkin hefðu ekki beðið um neitt en væri nú að biðja um lítinn og skringilega staðsettann klakamola sem heitir Grænland. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Grænlandsmálið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár