„Ég veit ekki hvort þetta er siðferðisbrestur eða skeytingarleysi en hann er að segja að barnið okkar hafi sagt ósatt,“ segir faðir tíu ára drengs um yfirlýsingu Helga Bjarts Þorvarðarsonar sem er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á drengnum í september á síðasta ári.
Móðir og faðir drengsins ræddu við Heimildina í kjölfar yfirlýsingar Helga Bjarts sem birtist fyrr í dag en þar gengst hann ekki við því að hafa brotið á syni þeirra og segist hafa verið í „blakkáti“.
„Þó að ég hafi verið í þessu ástandi þá hef ég það einfaldlega ekki í mér að vera fær um að gera það sem ég er sakaður um og er saklaus af þeirri ákæru,“ segir í yfirlýsingunni.
Yfirlýsing sýni innsæisleysi
Faðirinn segir að honum hafi orðið óglatt við að lesa yfirlýsinguna og nefnir að þar segi Helgi Bjartur annars vegar að hann muni ekki eftir umræddri nótt og hafi …













































Athugasemdir