Stóru ríkin, Bandaríkin, Rússland og Kína, enduðu árið 2025 og hófu nýtt ár með sprengjuárásum eða yfirlýsingum um algjöra yfirtöku á næstu nágrannaríkjum sínum. Bandaríkin gerðu loftárásir á hryðjuverkamenn í Nígeríu og innrás í Venesúela. Rússland hélt áfram innrásinni í Úkraínu. Kína boðaði yfirtöku á Taívan og Bandaríkin og Rússland héldu uppteknum hætti og boðuðu allherjaryfirráð yfir nágrannaríkjum sínum. Bandaríkin telja að áhrifasvæði þeirra teygi sig allt frá syðsta odda Argentínu yfir til Íslands.
Umpólun alþjóðasamfélagsins
Þessir atburðir undirstrika þá breytingu sem er að eiga sér stað í heimsmálunum. Samfélag þjóða hefur í megindráttum byggt á alþjóðalögum og viðmiðum sem ríki hafa sammælst um. Það er hins vegar að breytast í þá veru að stór ríki virða í vaxandi mæli ekki alþjóðalög og viðteknar leikreglur. Allt stefnir í að þau skipti heiminum á milli sín – í áhrifasvæði – þar sem hvert og eitt þeirra hefur tögl og …


















































Athugasemdir (1)