Sóley Eiríksdóttir var ellefu ára gömul þegar henni var bjargað úr rústum heimilis síns eftir að snjóflóð féll á Flateyri í október 1995 og varð 20 manns að bana. Sóley vill að lífsreynsla hennar verði til þess að eitthvað breytist. „Ég þoli ekki að ég hafi lent í þessu og að það sé til einskis. Þess vegna hef ég svo mikla þörf á því að tala um þetta.“
Sóley og fjölskylda hennar hafa kallað eftir því að rannsókn verði gerð á snjóflóðinu á Flateyri, líkt og var gerð nýlega um flóðið sem varð í Súðavík níu mánuðum fyrr. „Það er margt sem hefur ekki komið upp á yfirborðið,“ segir hún.
Sóley og Eiríkur Guðbjartur Guðmundsson, faðir hennar, segja við Heimildina að þau vilji að allt komi upp á yfirborðið og að lærdómur verði dreginn af þeim mistökum sem voru gerð. „Við ætlum að passa að þetta komi ekki fyrir aftur,“ …














































Athugasemdir