Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Skrýtin“ tímasetning Dóru sem segir Pírata færast til vinstri

Tölu­verð­ur að­drag­andi var að vista­skipt­um Dóru Bjart­ar Guð­jóns­dótt­ur, sem hætti í dag sem odd­viti Pírata og gekk í Sam­fylk­ingu. Nýr odd­viti seg­ir þó skrýt­ið að velja þenn­an tíma­punkt. Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri fagn­ar því að borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn stækki.

„Skrýtin“ tímasetning Dóru sem segir Pírata færast til vinstri

„Það er ekkert launungarmál að Píratar hafi verið að færast lengra til vinstri, það er allavega mín upplifun,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir sem frá og með deginum í dag er borgarfulltrúi Samfylkingar. Hún tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að hún væri að yfirgefa Pírata, sem hún hefur leitt sem oddviti. 

Dóra Björt bauð sig fram til nýstofnaðs embættis formanns Pírata í haust og sagðist þá vilja skilgreina flokkinn á miðjunni. Hún endaði á að draga framboðið til baka og virðist í kjölfarið hafa farið að leiða hugann að því að segja skilið við flokkinn. Hún segist smám saman hafa upplifað sig á skjön við flokkinn.

Dóra segist þó ekki hafa verið tilbúin að hætta í stjórnmálum.

„Þetta var spurning um að annaðhvort bara hætta eða þá að taka þátt í baráttunni framundan með einhverju móti, með þá mína krafta og reynslu sem ég …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Bíddu við er þetta ekki þétting byggðar og bílleisis konan sem nú býr í einbílishúsi í Grafarvogi og notar fjölskyldubílana en ekki almenningssamgöngur. Og ef hún fær ekki að halda stöðunni og milljónalaununum.... yfirgefur hún samfylkinguna og gengur í sjálfstæðisflokkinn ???? Sé ekki muninn á hægri loddara og vinstri loddara... valdafíkill er valdafíkill.
    -5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár