„Það er ekkert launungarmál að Píratar hafi verið að færast lengra til vinstri, það er allavega mín upplifun,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir sem frá og með deginum í dag er borgarfulltrúi Samfylkingar. Hún tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að hún væri að yfirgefa Pírata, sem hún hefur leitt sem oddviti.
Dóra Björt bauð sig fram til nýstofnaðs embættis formanns Pírata í haust og sagðist þá vilja skilgreina flokkinn á miðjunni. Hún endaði á að draga framboðið til baka og virðist í kjölfarið hafa farið að leiða hugann að því að segja skilið við flokkinn. Hún segist smám saman hafa upplifað sig á skjön við flokkinn.
Dóra segist þó ekki hafa verið tilbúin að hætta í stjórnmálum.
„Þetta var spurning um að annaðhvort bara hætta eða þá að taka þátt í baráttunni framundan með einhverju móti, með þá mína krafta og reynslu sem ég …












































Athugasemdir