Þjónusta vegna kynsjúkdómaprófa á Íslandi er almennt afar sterk, að því fram kemur í nýrri skýrslu sem birt hefur verið á vef Landlæknis. Einstaklingum stendur til boða að framkvæma sýnatökuna sjálfir, sem er sjaldgæft í alþjóðlegu samhengi.
„Með nokkrum breytingum til að auka aðgengi og með aukinni fræðslu og vitundarvakningu gæti Ísland áfram verið fyrirmynd í því hvernig tryggja megi þjónustu,“ segir í skýrslunni.
Sóttvarnarlæknir bauð bandarískum sérfræðingi á Fulbright-styrk, Dr. Alison Footman, að koma til landsins til að veita utanaðkomandi ráðgjöf um háa tíðni klamydíu og vaxandi fjölda tilfella af lekanda og sárasótt hérlendis. Niðurstöður skýrslu hennar frá því í september voru birtar á vef Landlæknis nú 10. desember.
Samkvæmt skýrslunni er takmörkuð vitund um kynsjúkdóma á Íslandi sem leiðir oft til fordóma tengdum kynhegðun og minni vilja hjá sumum til að fara í próf fyrir kynsjúkdómum. Eru yfirvöld hvött til að veita aukna fræðslu um kynsjúkdóma á samfélagsmiðlum …














































Athugasemdir