Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt að hann vilji leiða Viðreisn í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor. Hann mun taka sér launalaust leyfi frá utanríkisráðuneytinu á sama tíma.
Í fréttatilkynningu segir: „Aðalsteinn hefur víðtæka reynslu úr stjórnsýslu, alþjóðamálum og akademíu. Hann hefur meðal annars gegnt embætti ríkissáttasemjara, verið lektor og leitt MBA-námið í Háskólanum í Reykjavík auk þess að starfa sem skrifstofustjóri hjá EFTA í Genf og Brussel.
Aðalsteinn hefur jafnframt tekið þátt í fjölmörgum umbótaverkefnum í gegnum tíðina, til dæmis sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitisins eftir efnhagshrunið og í faglegri stjórn sem tók þátt í að snúa rekstri Orkuveitu Reykjavíkur til betri vegar.“
„Það er sterkt ákall um breytingar í Reykjavík með áherslu á grunnþjónustu. Við þurfum að til í rekstri og setja meiri áherslu á grunn- og leikskóla sem og skipulags- og húsnæðismál. Við getum gert svo mikið betur,“ segir Aðalsteinn.













































Athugasemdir