Formaður Neytendasamtakanna segir að hvatt sé til ofneyslu á tímum þar sem fólk eigi erfitt með að láta enda ná saman. Jólin séu sérstaklega hættuleg hvað þetta varðar.
Arion banki auglýsir nú sérstaklega greiðsludreifingu kreditkorta í tilefni af jólunum. „Dreifðu jólunum á fleiri mánuði“ er fyrirsögn á vefsíðu bankans. „Greiðsludreifing kreditkorta getur verið hentug leið til að mæta tímabundnum sveiflum í útgjöldum.“
Bankinn býður upp á greiðsludreifingu til 18 mánaða. Lágmarksupphæð er 30 þúsund krónur, greiða þarf 10% af heildarupphæð reikningsins en viðskiptavinur getur verið með allt að 10 slíkar dreifingar í gangi í einu.

Samkvæmt verðskrá bankans er stofngjald greiðsludreifingar 390 krónur, færslugjald 220 krónur, mánaðargjald 1.195 krónur og breytingagjald 895 krónur. Þá eru ótaldir vextir sem nema 15% samkvæmt vaxtatöflu Arion banka.
„Við gjöldum varhug við þessu,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, um auglýsingu Arion banka og sambærileg tilboð. „Þetta er hluti af þessu „keyptu núna, borgaðu …












































Athugasemdir