Hakkarar komust yfir heilsufarsupplýsingar fólksins á Grundarheimilunum

Íbú­ar og að­stand­end­ur Grund­ar­heim­il­anna eru var­að­ir við mis­notk­un upp­lýs­ing­anna. Sér­fræð­ing­ar rann­saka tölvu­inn­brot­ið í elli­heim­il­in.

Hakkarar komust yfir heilsufarsupplýsingar fólksins á Grundarheimilunum

Rannsókn á tölvuárás á Grundarheimilin, sem reka hjúkrunar- og dvalarheimilin Grund í Vesturbæ Reykjavíkur, Ás í Hveragerði, Mörk við Suðurlandsbraut og íbúðir fyrir sextíu ára og eldri, hefur leitt í ljós að tölvuþrjótarnir komust yfir heilsufarsupplýsingar um íbúana þar. 

„Rannsókn hefur leitt í ljós að áður en að tölvuárásin uppgötvaðist, tókst tölvuþrjótunum að afrita hluta af þeim persónuupplýsingum sem finna mátti í kerfum heimilanna, heilsufarsupplýsingar sem tengjast umönnun og veittri heilbrigðisþjónustu á heimilunum,“ segir í yfirlýsingu frá Grundarheimilunum.

Ekki hefur borist hótun um birtingu upplýsinganna. Þá virðast öll gögn áfram vera til staðar og hafa Grundarheimilin aðgang að þeim og telja sig hafa lokað á tölvuþrjótana.

Árásin uppgötvaðist á þriðjudag og var netaðgengi um leið takmarkað á heimilunum.

Færustu sérfræðingar landsins á sviði tölvuinnbrota rannsaka málið, að sögn stjórnenda Grundarheimilanna.

Aðstandendur og íbúar eru hvattir til að hafa varann á. „Í ljósi viðkvæms eðlis þessara upplýsinga eru skjólstæðingar, íbúar, aðstandendur og starfsmenn Grundar hvattir til að vera á varðbergi gagnvart mögulegri misnotkun á upplýsingunum af hálfu tölvuþrjótanna. Ef grunur vaknar um slíka misnotkun þá skal gæta fyllstu varúðar í samskiptum, bregðast ekki við heldur tilkynna það til CERT-IS netöryggissveitarinnar.“

Þá er tekið skýrt fram og áréttað „að Grundarheimilin munu ekki senda út neina pósta að fyrra bragði þar sem fólk er beðið um að senda upplýsingar eða ýta á hlekki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár