Svandís sækist ekki eftir endurkjöri

Svandís Svavars­dótt­ir mun ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri sem formað­ur Vinstri grænna.

Svandís sækist ekki eftir endurkjöri

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, mun ekki bjóða sig aftur fram til formanns á næsta landsfundi flokksins sem verður haldinn á næsta ári. Hún segir ákvörðunina persónulega og að hún hafi tekið hana „af yfirvegun eftir samtöl og umhugsun.“

Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook. 

„Síðustu tuttugu ár hef ég helgað líf mitt stjórnmálum og baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi. Sú barátta heldur áfram. Það hafa verið forréttindi að starfa í þágu almennings og fá að vera í framlínu stjórnmálanna allan þennan tíma,“ skrifar hún.

Svandís segir hafa fulla trú á hlutverki Vinstri grænna. „Og mun leggja mitt af mörkum til að rödd hreyfingarinnar heyrist skýrt í komandi kosningum. Mannúð, réttlæti og ábyrgð gagnvart náttúrunni hafa aldrei verið brýnni.“

Svandís var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi í október 2024 og tók hún við af Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Flokkurinn datt út af þingi í alþingiskosningunum fyrir rétt rúmu ári og mælist enn utan þings.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Það var algerlega fyrirsjáanlegt að myndun ríkisstjórnar Bjarna Ben.myndi hafa þessi áhrif. Ekki síst að taka að sér að spara í heilbrigðiskerfinu svo sægreifar sleppi við skatta. Svo var steinþagað yfir aðför að prentfrelsi og máfrelsi. Það er enginn missir að þessum flokki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár