Þú sem ert á jörðu
Ljúfsár og fallega skrifuð saga sem varpar fram stórum og tilvistarlegum hugmyndum og spurningum um lífið og náttúruna.
Kona og hundur draga fram lífið í harðri lífsbaráttu í heimi þar sem hamfarahlýnun og loftslagsbreytingar hafa raskað búsvæði manna og dýra með skelfilegum afleiðingum.
Hin grænlenska Arnaq hefur misst alla ástvini sína og hennar eini förunautur og vinur er sleðahundur. Tvíeykið rambar út á hafís sem rekur frá landi og lendir í ítrekaðri lífshættu. Manneskjan er smá og má sín lítils gagnvart náttúrunni, sem hún á allt sitt undir. Bókin er átakanleg og sorgleg á áreynslulausan hátt samhliða því að vera sláandi fögur. Tónninn er þroskaður og ekki er að sjá að um frumraun höfundar sé að ræða.
Einföld saga, stórar hugmyndir
Þungamiðja frásagnarinnar er samband Arnaq og hundsins sem er einstaklega hjartnæmt, enda eiga þau aðeins hvort annað að. „Allir sem hún elskaði voru horfnir. Kannski var það þess vegna sem hún tók slíku ástfóstri við þetta dýr.“ (bls. 63) Nafnið Arnaq þýðir „kona“ á grænlensku og er …











































Athugasemdir