Fer ekki í prófkjör Samfylkingarinnar vegna innflytjendastefnu flokksins

Sa­bine Leskopf, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir flokk­inn á landsvísu fara með „gíf­ur­legri hörku gagn­vart við­kvæm­um hóp­um sam­fé­lags­ins, þar á með­al börn­um á flótta“.

Fer ekki í prófkjör Samfylkingarinnar vegna innflytjendastefnu flokksins
Sabine Leskopf Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar býður sig ekki fram fyrir flokkinn í vor. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist heyra á samfélagi innflytjenda að andrúmsloftið í samfélaginu hafibbreyst til hins verra. Flokkurinn tali inn í fordóma og staðalmyndir eða þegi yfir árásum og andúð í garð viðkvæmra hópa.

Hún hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

„Þetta er ekki auðveld ákvörðun, og mig langar að færa rök fyrir henni gagnvart öllum ykkar sem hafið stutt mig í gegnum minn pólitíska feril síðan ég tók fyrstu skrefin sem varaborgarfulltrúi árið 2014, en líka í allri minni baráttu fyrir betra samfélagi undanfarin tuttugu ár,“ skrifar hún í færslu á Facebook.

„Ég fann mitt pólitíska heimili innan Samfylkingarinnar einmitt vegna þess að málefni innflytjenda, sem ég brenn mest fyrir, eru í rauninni hjarta jafnaðarstefnunnar. Hún snýst um það að samfélög geta aðeins dafnað ef hver einstaklingur fær að njóta sín til fulls, óháð uppruna sínum. Virðing fyrir fjölbreytileikanum þarf …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár