Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segist heyra á samfélagi innflytjenda að andrúmsloftið í samfélaginu hafibbreyst til hins verra. Flokkurinn tali inn í fordóma og staðalmyndir eða þegi yfir árásum og andúð í garð viðkvæmra hópa.
Hún hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.
„Þetta er ekki auðveld ákvörðun, og mig langar að færa rök fyrir henni gagnvart öllum ykkar sem hafið stutt mig í gegnum minn pólitíska feril síðan ég tók fyrstu skrefin sem varaborgarfulltrúi árið 2014, en líka í allri minni baráttu fyrir betra samfélagi undanfarin tuttugu ár,“ skrifar hún í færslu á Facebook.
„Ég fann mitt pólitíska heimili innan Samfylkingarinnar einmitt vegna þess að málefni innflytjenda, sem ég brenn mest fyrir, eru í rauninni hjarta jafnaðarstefnunnar. Hún snýst um það að samfélög geta aðeins dafnað ef hver einstaklingur fær að njóta sín til fulls, óháð uppruna sínum. Virðing fyrir fjölbreytileikanum þarf …












































Athugasemdir