„Hvernig myndi lífið þitt líta út ef árið 2024 væri árið þar sem þú öðlaðist velgengni?“ eru upphafsorð dönsku heimildaþáttanna Nemme penge sem má snara yfir á íslensku sem Auðfengið fé. Heimildaþættirnir eru framleiddir af danska ríkissjónvarpinu, DR, og komu út fyrr á árinu.
Í þættinum skyggnist fjölmiðlamaðurinn Jacob Weil inn í heim samfélagsmiðlasvindla en undanfarið hefur fjöldi notenda á miðlum á borð við TikTok og Instagram birt stutt myndskeið af sér í sólbaði í dýrum lúxusvillum, með gullin Rolex úr og í dýrum sportbílum og selt sem raunhæf markmið fyrir aðra notendur. Fólk þarf aðeins að láta rakna af hendi tugi til hundruð þúsunda króna til að geta svo setið við sundlaugarbakkann á meðan peningur hrúgast inn á bankabókina, sem er þó yfirleitt langt frá því að vera sannleikurinn.
Svindlin byggja öll á því að selja ímynd um …











































Athugasemdir