Hafnarfjörður braut stjórnsýslulög þegar fallið var frá ráðningu

Ósk­ar Steinn Óm­ars­son seg­ir að op­in­ber gagn­rýni hans á meiri­hlut­ann í Hafnar­firði hafi orð­ið til þess að ráðn­ing hans við skóla var aft­ur­köll­uð. Um­boðs­mað­ur Al­þing­is stað­fest­ir að með­ferð­in hafi ekki ver­ið í sam­ræmi við stjórn­sýslu­lög og kall­ar eft­ir um­bót­um.

Hafnarfjörður braut stjórnsýslulög þegar fallið var frá ráðningu
Óskar Steinn Ómarsson Umboðsmaður Alþingis hvetur Hafnarfjarðarbæ til að bæta Óskari Steini upp tjónið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Málsmeðferð Hafnarfjarðarbæjar var ekki í samræmi við stjórnsýslulög þegar skólastjóri Hraunvallastjóra féll frá ráðningu umsækjanda í starf, deildarstjóra tómstundamiðstöðvar skólans, þremur vikum eftir að hafa ráðið hann til starfsins.

Þetta er niðurstaða Umboðsmanns Alþingis, sem beinir þeim tilmælum til Hafnarfjarðarbæjar að leita leiða til að rétta hlut Óskars Steins og að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í áliti sem birt var opinberlega í dag.

„Þá liggur það fyrir,“ skrifar umsækjandinn, Óskar Steinn Ómarsson, á Facebook. „Hafnarfjarðarbær braut stjórnsýslulög með því að afturkalla ráðningu mína í starf hjá bænum.“

Óskar kvartaði til Umboðsmanns Alþingis í október 2024. „Nú liggur álit Umboðsmanns í málinu fyrir og verður því ekki lýst öðruvísi en sem áfellisdómi yfir stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar,“ skrifar hann. „Málatilbúnaði bæjarins er hafnað og niðurstaðan sú að hann hafi skort lagaheimild til að falla frá ráðningunni. Enn fremur hafi málsmeðferð bæjarins brotið í bága við stjórnsýslulög.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár