„Ég held að Ársæll Guðmundsson hafi verið ráðinn af pólitískum ástæðum,“ skrifaði Ragnar Þór Pétursson kennari í bloggfærslu fyrir 9 árum, þegar hann tilkynnti afsögn sína úr skólaráði Borgarholtsskóla. Ástæðan var skipun Ársæls í starf skólastjóra, þvert á mat skólanefndarinnar sem hafði tekið þátt í að meta hæfi umsækjanda um stöðun. „Enginn skólanefndarmaður taldi Ársæl framúrskarandi umsækjanda,“ skrifaði Ragnar Þór árið 2016.
„Ég fullyrði þess vegna að það sé nánast útilokað að Ársæll hafi verið valinn af faglegum forsendum“
Fréttir bárust af því í gær að skipun Ársæls í starf skólastjóra yrði ekki endurnýjuð. Var það gert á fundi í ráðuneytinu síðastliðinn fimmtudag, en það er Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sem ákvað að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar. Skipunartími Ársæls rennur út á næsta ári. Ársæll steig svo fram í morgun, í viðtali við Morgunblaðið og öðru í Morgunútvarpi Rásar 2, þar sem hann sagði ákvörðunina pólitíska. …











































Athugasemdir