Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar hækka krónutöluskattar um 3,7 prósent um áramótin í samræmi við verðbólgu. Þar með hækkar áfengisgjaldið sömuleiðis en víninnflytjandi segir breytinguna hafa mest áhrif á láglaunafólk og að smærri aðilar í bransanum standi höllum fæti til að bregðast við henni.
Félag atvinnurekenda hefur gagnrýnt að ríkið hækki gjöldin með þessum hætti og sagt að hækkunin stuðli að áframhaldandi verðbólgu og verðbólguvæntingum. „Eins og félagið hefur bent þinginu á áður, eru áfengisskattar á Íslandi langhæstir í Evrópu,“ segir í umsögn félagsins við fjárlagafrumvarpið.
„ Ég þarf að halda sama verði þó að ég sé að borga hærra áfengisgjald“
Bent er á að skattlagning á áfengi sé tugum prósentum hærri en í þeim samanburðarlöndum sem skattleggja áfengi mest. Lýðheilsusjónarmið sem snúi að því að draga úr neyslu áfengis réttlæti ekki þennan mun „Hefur sú skattpíning skilað sér í samsvarandi minni neyslu eða færri áfengisvandamálum en í þeim …
















































Athugasemdir (2)