Bygging Fljótaganga, á milli Siglufjarðar og Fljótanna, er efst í forgangsröðun jarðganga í nýrri samgönguáætlun. Næst í forgangi eru Fjarðagöng og Súðavíkurgöng. Þau fyrri samanstanda af tveimur göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar til Norðfjarðar. Þau seinni tengja Súðavík og Ísafjörð en talsverð hætta er á grjóthruni og snjóflóðum á núverandi Súðavíkurvegi.
Í fjórða sæti forgangsröðunar eru göng milli Mikladals og Hálfdáns sem tengir Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal.
Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2040 var kynnt á blaðamannafundi fyrr í dag. Sagði Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að hún markaði tímamót þar sem rjúfa ætti kyrrstöðu. Þá var tilkynnt um stofnun innviðafélags um stærri samgönguframkvæmdir.
Ráðgert er að fyrstu verkefni innviðafélagsins verði Ölfusárbrú, Sundabraut, Fljótagöng og næstu jarðgöng samkvæmt samgönguáætlun.

Fjarðaheiðargöng færð aftar
Undirbúningur vegna næstu jarðganga á að hefjast á næsta ári en framkvæmdir í upphafi árs 2027. Ellefu aðrir jarðgangakostir verða áfram til nánari skoðunar utan þeirra fjögurra sem …















































Athugasemdir