Ef samfjármögnunarsjóðir verktaka ná mikilli útbreiðslu gæti það aukið kerfisáhættu, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Hefur nefndin því hert reglur um hvernig bankar eiga að reikna út greiðslubyrði. Leiðin gerir kaupendum auðveldara fyrir að komast í eigið húsnæði.
Nýju reglurnar gera lánastofnunum að líta til alls kostnaðar sem fylgir öflun íbúðarhúsnæðis, þar á meðal frestaðra greiðslna vegna afnota eða samfjármögnunar. Kaupendur sem nýta sér þessa nýju leið hafa allt að tíu ár til að greiða fjárfestingasjóðunum leigu fyrir sinn hluta í fasteignunum sem keyptar eru.
„Fjármálastöðugleikanefnd telur að framangreind leið geti grafið undan markmiðum lánþegaskilyrða Seðlabankans,“ segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun. Samkvæmt yfirlýstum áætlunum sjóðanna gætu fasteignir í slíkum verkefnum numið allt að þriðjungi nýrra íbúða sem byggðar eru og seldar á höfuðborgarsvæðinu á næstunni.
Áhættusamara fyrirkomulag
Nefndin telur þetta fyrirkomulag áhættusamara en hefðbundin íbúðakaup. Ástæðurnar sem bankinn tiltekur eru lægra eiginfjárframlag kaupenda og hægari …














































Athugasemdir