Samkvæmt nýlegri rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, nýtir um 90 prósent landsmanna sér einkabílinn til að komast til og frá Keflavíkurflugvelli.
Þegar kostnaður við það að leggja við flugvöllinn er borinn saman við miðaverð í Flugrútuna má sjá að ferðist nokkrir saman getur það í mörgum tilfellum borgað sig að keyra upp á völl.
Tæp átta þúsund fyrir báðar leiðir í Flugrútunni
Miðaverð aðra leið í Flugrútuna hljóðar upp á 3.990 krónur. Það gera tæplega átta þúsund krónur báðar leiðir. Samkvæmt verðskrá Isavia kostar 2.490 kr. á dag að leggja í langtímastæði þeirra, en eftir átta daga lækkar verðið niður í 1.950 kr. á dag og svo enn aftur eftir 16 daga.
Sé ferðalagið meira en þrír dagar er því hagkvæmara fyrir einstakling að taka Flugrútuna frekar en að leggja bílnum í stæði.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýlegri úttekt Heimildarinnar um …












































Athugasemdir