„Eftir að hafa ferðast með flugvélum, leigubílum, þriggja hjóla túktúk bílum og lestum hingað og þangað um heiminn síðustu sex vikurnar þá var visst áfall að fara síðasta legginn með Reykjavik Excursions,“ skrifaði leiðsögumaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson á Facebook nýlega, eftir heimkomu frá Indlandi.
Páll Ásgeir er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt starfsemi og þjónustu Flugrútunnar harðlega á samfélagsmiðlum. Hann segir þjónustulund fyrirtækisins enga og að komið sé fram við fólk eins og fénað. „Ég sá engin skilti þar sem ég staulaðist í slabbi, kulda og myrkri út að illa upplýstum skýlum þar sem fólki er smalað saman.“
Í síðasta tölublaði Heimildarinnar er fjallaði ítarlega um samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Þar sagði Björn Teitsson borgarfræðingur meðal annars að hans upplifun væri að betra væri að komast til og frá flugvellinum í Kathmandu í Nepal frekar en í Reykjavík.
Þær almenningssamgöngur sem standa fólki til boða til og frá Flugstöð …














































Athugasemdir