Jólavörur hækka í verði á milli ára

Verð­lags­eft­ir­lit ASÍ mun fylgj­ast ná­ið með verði á jóla­vör­um og mat­vöru á næstu viku. Jóla­vör­ur hafa nú þeg­ar sveifl­ast frá því þær komu í hill­ur versl­ana. Kíló­verð á Nóa-kon­fekti hækk­ar tölu­vert minna en ann­að súkkulaði frá sæl­gæt­is­gerð­inni.

Jólavörur hækka í verði á milli ára
Dýraafurðir dýrari Samkvæmt könnun ASÍ hefur verð á dýraafurðum vegið þungt í hækkunum ársins. Verð á eggjum hefur hækkað um 12 prósent, á lamba- og nautakjöti um 10 prósent, en verð á tófú lækkað um 1 prósent og verð á kjúklingabaunum um 2 prósent. Mynd: Golli

Jólin koma á hærra verði, segir í færslu frá Verðlagseftirliti ASÍ á vef sambandsins. Árstíðabundnar jólavörur hafa margar hækkað töluvert á milli ára, samkvæmt könnun eftirlitsins.

„Verð á jólavörum getur sveiflast fram að hátíðum og getur verið gott fyrir neytendur að vera á verði gagnvart verðlagi í desember. Verðlagseftirlit ASÍ mun fylgjast náið með verði á jólavörum og matvöru á næstu viku,“ segir í færslunni. 

Mest ber á verðbreytingum í kaffi og sælgæti. Freyja jólakötturinn birtist í hillum Bónus í lok nóvember og kostaði 229 krónur en kostaði 169 krónur fyrir ári síðan. Það er 36 prósenta hækkun milli ára.

Malað jólakaffi frá Te & kaffi fór í sölu í nóvember á 1.429 krónur í Bónus og 1.430 krónur í Krónunni, sem samsvarar um 15 prósenta hækkun milli ára. Nú um mánaðamótin hefur verðið aftur fallið og er 1.295 krónur í Krónunni, 10 prósentum lægra en fyrir fáeinum dögum.

Verð á jóladrykknum Malt & appelsín hefur líka sveiflast. Drykkurinn kom í sölu í Krónunni á 285 krónur en kostar nú 278 krónur. Þrátt fyrir lækkun er núverandi verð ríflega 3 prósent hærra en á sama tíma í fyrra í bæði Bónus og Krónunni.

Verðlagseftirlitið nefnir líka að Myllu jólaterturnar hafi kostað 878 krónur í Prís fyrir ári, sem þá var 5-9 prósentum lægra en hjá keppinautum, en nú kosta þær 949 krónur í búðinni. Það er um átta prósenta árshækkun. Kökurnar kosta 998 krónur í Bónus og 999 krónur í Krónunni.

Hálfur lítri af MS matreiðslurjóma hefur hækkað um 8% í bæði Bónus og Krónunni á milli ára, en plönturjómar frá Schlagfix, Oatly og Alpro standa í stað í Krónunni, á sama verði og í fyrra.

Valhnetukjarnar sem seldir eru undir nafninu Til hamingju kosta nú 199 krónur í Krónunni og hafa lækkað um 13% milli ára (frá 229 krónur). Euroshopper-valhnetur kosta 217 krónur í 100 gramma poka í Bónus (4% hækkun) og 498 krónur í 300 g poka (8% hækkun).

Ósteikt laufabrauð frá Kristján kostaði 1.898 krónur í Prís líkt og í fyrra, en 2.059 krónur í Bónus og 2.060 krónur í Krónunni, sem er rúmlega 7 prósenta hækkun milli ára.

Eins kílógramms konfektkassi frá Nóa Síríus hefur hækkað um 9 prósent í Krónunni, sem er minni árshækkun en á öðru sælgæti. Meðalhækkun vara frá Nóa Síríus milli ára nam 19 prósentum í Bónus, Krónunni og Prís.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
6
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár