Aukið atvinnuleysi ógnar finnska velferðarkerfinu

At­vinnu­leysi í Finn­landi hef­ur náð nýj­um hæð­um og ekk­ert ból­ar á þeim 100 þús­und störf­um sem stjórn­völd lof­uðu. Nið­ur­skurð­ur í rík­is­fjár­mál­um hef­ur fækk­að op­in­ber­um störf­um og sér­fræð­ing­ar segja óljóst hvernig bregð­ast megi við ástand­inu.

Aukið atvinnuleysi ógnar finnska velferðarkerfinu
Erfið staða Stöðnun í útflutningi, veik neytendaeftirspurn og geopólitísk óvissa, ásamt öldrun þjóðarinnar, hamla vexti, að mati Henna Busk, aðalhagfræðings hjá hagfræðistofnuninni Pellervo . Mynd: Wikimedia / Ninara

Atvinnuleysi í Finnlandi hefur aukist og er nú eitt það mesta innan Evrópusambandsins. Þar sem engin merki eru um viðsnúning segja sérfræðingar að þetta ógni velferðarlíkani landsins.

Inez Aulen, 29 ára, sem nýlega útskrifaðist með meistaragráðu í fjölmiðla- og samskiptafræði, hefur sótt um meira en 50 störf þrátt fyrir að hafa nokkurra ára reynslu og tala þrjú tungumál reiprennandi, sagði hún í samtali við AFP.

Hún hefur verið atvinnulaus í fimm vikur en vinnumálastofnun hefur sagt henni að búa sig undir að minnsta kosti sex mánaða atvinnuleit og jafnvel lagt til að hún sæki um störf erlendis.

„Ég hef verið í námi og vinnu síðustu sex ár, svo ég hef aldrei verið í þessari stöðu áður,“ sagði Aulen og lýsti því sem „tilfinningalegum rússíbana“.

Atvinnuleysi í Finnlandi fyrir fólk á aldrinum 15 til 74 ára náði 10,3 prósentum í október, sem er hæsta hlutfall í norræna landinu síðan að …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár