Atvinnuleysi í Finnlandi hefur aukist og er nú eitt það mesta innan Evrópusambandsins. Þar sem engin merki eru um viðsnúning segja sérfræðingar að þetta ógni velferðarlíkani landsins.
Inez Aulen, 29 ára, sem nýlega útskrifaðist með meistaragráðu í fjölmiðla- og samskiptafræði, hefur sótt um meira en 50 störf þrátt fyrir að hafa nokkurra ára reynslu og tala þrjú tungumál reiprennandi, sagði hún í samtali við AFP.
Hún hefur verið atvinnulaus í fimm vikur en vinnumálastofnun hefur sagt henni að búa sig undir að minnsta kosti sex mánaða atvinnuleit og jafnvel lagt til að hún sæki um störf erlendis.
„Ég hef verið í námi og vinnu síðustu sex ár, svo ég hef aldrei verið í þessari stöðu áður,“ sagði Aulen og lýsti því sem „tilfinningalegum rússíbana“.
Atvinnuleysi í Finnlandi fyrir fólk á aldrinum 15 til 74 ára náði 10,3 prósentum í október, sem er hæsta hlutfall í norræna landinu síðan að …












































Athugasemdir