Tekjur mæðra verða fyrir neikvæðum áhrifum af barneignum, bæði til skemmri og lengri tíma, en ekki tekjur feðra. Þetta kemur fram í rannsókn Unu Margrétar Lyngdal, meistaranema í hagfræði, sem birt var í Vísbendingu fyrir helgi.
Rannsóknina vann Una í samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og studdist við gögn úr álagningarskrám ríkisskattstjóra fyrir árin 2003-2023.
Sýnir hún að tekjur karla hækka áfram árlega eftir fæðingu fyrsta barns, þó að hækkanirnar séu heldur lægri en fyrir barneign. Barneignir virðast því hafa afar lítil áhrif á tekjur karla. Hins vegar er tekjumissir kvenna við barneignir í hlutfalli við karla um 36,5 prósent eftir fimm ár og eftir tíu ár 34,5 prósent.
„Inn í rauntekjur teljast fæðingarorlofsgreiðslur og því innihalda tekjur mæðra og feðra á fyrsta og jafnvel öðru ári barnsins fæðingarorlofsgreiðslur,“ segir í greininni.
Niðurstaða hennar sýnir að lægri tekjur mæðra eftir barneignir geti haft efnahagsleg áhrif á þær alla ævi. …











































Athugasemdir