Perur sem seldar eru undir merkjum Latabæjar sem „íþróttanammi“ í Bónus eru meira en tvöfalt dýrari en perur sem fást í ávaxtadeild sömu búðar. Kílóverð þeirra er tæpar 900 krónur en í almennri sölu er það 428 krónur.

Klementínur eru 70 prósent dýrari undir merkjum Latabæjar en á öðrum stað í búðinni en eplin 36 prósent.
Sumt íþróttanammið felur í sér blöndu af ávöxtum og grænmeti. Til dæmis er kílóverðið af grænum vínberjum og gulrótum sem eru seld saman í pakka 2300 krónur. Þetta er hærra en kílóverð bæði grænna vínberja og gulróta í Bónus sem kosta annars vegar 1448 krónur og hins vegar 996 krónur kílóið.
Þó er vert að merkja að ekki er hægt að staðfesta að um nákvæmlega sömu vöruna sé að ræða í öllum tilfellum.

Ekki hægt að bera saman peru og peru
Pétur Sigurðsson, verkefnastjóri verkefnisins hjá Bónus, segir að …













































Athugasemdir