Reykjavík Dance Festival hefst á miðvikudag og verður í þetta skiptið haldið undir yfirskriftinni „Ástríðuverknaður – labour of love“.
Pétur Ármannsson, framkvæmdastjóri og annar listrænna stjórnenda hátíðarinnar, segir að með yfirskriftinni sé arfleið þeirra kvenna sem sköpuðu danssenuna frá grunni síðustu árhundruð fagnað, en að vinna þeirra hafi oft verið ósýnileg og vanmetin.
„Þetta byggir á hugmyndinni um að ást sé eitthvað sem þú gerir, eitthvað sem þú iðkar, en sé ekki bara tilfinning sem þú finnur fyrir,“ segir hann. „Þetta er það sem er einkennandi fyrir íslenskar danslistir, að starfa af ástríðu. Saga danslista á Íslandi er saga frumkvöðlakvenna sem ruddu brautina, héldu erlendis, stunduðu dansnám, komu heim, stofnuðu skóla og héldu sýningar.“
Pétur bendir á að í upphafi 19. aldar hafi ekki verið neinn dans á Íslandi til að tala um vegna skemmtanabanns kirkjunnar. „Dans var bara strokaður út og fólk mátti ekki gleðjast,“ segir hann. „Það …












































Athugasemdir