Leiðsögumenn, landverðir, íbúar á Hornafirði og náttúruunnendur mótmæla uppbyggingu Bláa lónsins á nýju baðlóni og hóteli við Hoffell í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Bláa lónið áformar að byggja upp á svæðinu við Hoffellslón sem nú er ósnortið og öllum aðgengilegt. Hótel með baðlóni og veitingaaðstöðu mun rísa, auk þess sem gestastofa með sýningu um „jarðsögu svæðisins, göngustíga og upplýsingaskilti um náttúru- og menningarminjar svæðisins“ verður sett upp.
„Nýr vinnustaður mun þannig styrkja stoðir atvinnulífs í fjölmennasta byggðakjarna sveitarfélagsins en ferðaþjónusta er önnur af meginstoðum atvinnulífs sveitarfélagsins Hornafjarðar,“ segir í upplýsingum um verkefnið á Skipulagsgáttinni. „Hoffell er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Höfn en um 70% af íbúum sveitarfélagsins búa á Höfn. Áætlað er að flest starfsfólk hótels og baða muni búa á Höfn. Reiknað er með að starfsmenn ferðaþjónustu í Hoffelli verði um 150 talsins.“
Umsagnir við framkvæmdina á Skipulagsgátt …

























Athugasemdir (1)