„Það er alltaf von,“ segir Arnar Smári Lárusson, einn týndu strákanna sem steig fram í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar, þar sem þeir lýstu reynslu sinni af kerfinu sem átti að grípa þá sem börn, unglingar og ungir menn. Arnar var kominn á endastöð, búinn að skrifa fjölskyldunni kveðjubréf og tilbúinn til þess að kveðja þennan heim, áður en hann náði bata. „Ég veit ekki hvernig ég lifði af, en ég gerði það,“ segir hann og staldrar aðeins við, „sem betur fer.“
Segja allir sömu söguna
Arnar Smári segist hafa farið í gegnum lífið með þung áföll í bakpokanum sem hann upplifði í barnæsku, sem hann treysti sér ekki til að tala um og fékk þar af leiðandi ekki stuðning til að vinna úr.

Sem barn hafi hann stundað það að leika sér á gráa svæðinu. „Ég var mikill orkuþjófur og krafðist mikils. Svo varð ég fyrir alvarlegum áföllum þar sem brotið …

























Athugasemdir (1)