Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim

„Mér þykir rosalega sárt að kveðja ykkur á þessum tíma. Ég elska ykkur öll rosalega mikið og er rosalega stoltur af ykkur öllum. Verið sterkari en ég og gerið mig stoltan.“

Með þessum orðum hugðist Arnar Smári Lárusson kveðja þennan heim. Frá barnæsku höfðu sjálfsvígshugsanir herjað á hann, hann hafði reynt að deyfa vanlíðan með vímuefnum en nú var neyslan farin að svíkja hann. Stjórnleysið var orðið slíkt að hann sá fram á að missa allt frá sér sem skipti máli, fíknivandi og spilafíkn settu fjárhaginn úr skorðum og tengslin við hans nánustu aðstandendur voru að rofna. Þrátt fyrir örvæntinguna sem herjaði á hann gat hann ekki hætt og sá enga leið út. 

Á síðasta ári sviptu átta karlmenn undir þrítugu sig lífi. Í dag þakkar Arnar fyrir að sjálfsvígstilraunin misheppnaðist. Þegar hann vaknaði aftur til meðvitundar leitaði hann sér aðstoðar á bráðamóttöku geðsviðs á Landspítalanum. „Minn tími var ekki …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár