Vefumferð á stærstu fréttavefi Íslands hefur fallið um 8% á árinu 2025 samanborið við samatímabil í fyrra.
Sama tilhneiging hefur birst hjá fréttamiðlum erlendis. Varað hefur verið við „eyðileggjandi“ áhrifum fyrir fréttamiðla, af því að leitarvélar birti notendum gervigreindarsamantekt í stað hlekkja á upprunalegar heimildir.
Umferð á vef Morgunblaðsins, mbl.is, hefur fallið um 8,8% milli ára. Lestur á Vísi.is hefur fallið um 5,9%, RÚV um 7,3% og dv.is um 4,6%. Þá hefur símaskráin, ja.is, misst 15% af flettingum sínum.
Félagið Sýn, sem á og rekur Vísi.is, sendi frá sér afkomuviðvörun í síðustu viku vegna afkomu undir áætlunum, sem fólst í rýrari áskriftasölu og svo minni auglýsingasölu en búist var við.












































Athugasemdir