„Ég ætla ekki að taka undir að þetta hafi verið dómgreindarleysi. Þetta var úthugsuð fræðsla, það lá alveg fyrir hvert efni fræðslunnar var og við fórum ekkert leynt með það,“ segir Sindri Geir Óskarsson, annar sóknarprestur Glerárkirkju, um gagnrýni á kirkjuna fyrir bjóða upp á kynfræðslu fyrir fermingabörn og foreldra þeirra.
Akureyskur faðir gerði athugasemd við fræðsluna opinberlega og má segja að málið hafi sprungið út á skömmum tíma á samfélagsmiðlum.
Um 240 sóknarbörn, foreldrar og unglingar, voru í Glerárkirkju og fylgdust þar með einum reyndasta fyrirlesara landsins, kynfræðingnum Siggu Dögg, halda erindi á dögunum innan veggja kirkjunnar. Flestir virðast hafa tekið vel í fræðsluna og lýsa því meðal annars yfir á Facebook. Fræðslan virðist þó hafa farið fyrir brjóstið á einum fjölskylduföður á Akureyri sem gagnrýndi málið á samfélagsmiðlum. Akureyri.net greindi svo frá. Sigga Dögg sagðist hrygg yfir því einhver hafi upplifað þetta með þeim hætti sem var lýst, …
Hvað viðkemur innlegi Sigmundar Daviðs þá er þessi færsla bara til að hella olíu á eldinn, og til eigin upphefðar.