Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks og bæjarfulltrúi Hafnarfirði, krafðist þess á Alþingi í morgun að fréttastofa Ríkisútvarpsins gerði grein fyrir því af hverju ekki hafi verið fjallað um mál Steinþórs Gunnarssonar, sem var forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans fyrir hrun. Steinþór var í apríl á þessu ári sýknaður af ákæru um markaðsmisnotkun en hann hafði áður verið dæmdur bæði í héraði og Hæstarétti.
„Að mínu mati þarfnast þess afstaða RÚV skýringa. Hvers vegna þótti ekki ástæða til að segja þessa stóru frétt um réttarríkið og sýknudóm einstaklings sem barist hafði fyrir rétti sínum í á annan áratug. Hverra erinda gengur fréttastofan? Hvernig getum við treyst fréttaftutningi RÚV ef slíkt er látið kyrrt liggja? Þögnin er æpandi,“ sagði Rósa í ræðustól á Alþingi þar sem hún ræddi störf þingsins.
Steinþór steig fram í viðtölum í bæði Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu nýverið, þar sem hann rakti baráttu sína fyrir dómstólum. Þar lýsti hann sérstakri óánægju með …
Athugasemdir