Vaxtamálið: Skilmálar bankans ógiltir að hluta

Ís­lands­banki má ekki miða við hug­læga þætti þeg­ar ákvarð­an­ir eru tekn­ar um að breyta vöxt­um. Hæstirétt­ur kvað upp dóm í mál­inu í dag og ógilti hluta skil­mál­anna.

Vaxtamálið: Skilmálar bankans ógiltir að hluta

Skilmálar Íslandsbanka um hvernig bankinn má breyta vöxtum á lánum til neytenda voru í dag dæmdir ólögmætir í Hæstarétti. Ekki má miða við huglæga þætti þegar ákvarðanir eru teknar um að breyta vöxtum til neytenda. Bankinn var þó sýknaður af kröfum lántakanna um að ógilda vaxtabreytingar sem þegar hafa átt sér stað. Um var að ræða eitt af prófmálunum í Vaxtamálinu svokallaða. 

Dómurinn var fullskipaður, sem þýðir að sjö hæstaréttadómarar komu að niðurstöðunni. Það er aðeins gert í málum sem þykja hafa sérstakt fordæmisgildi. 

Málið snýst um milljarðatugi. Bankarnir meta möguleg áhrif dómsins á um 70 milljarða króna en Neytendasamtökin telja þau geta verið á bilinu 50-100 milljarða. Dómurinn hefur ekki verið birtur enn og er óljóst hverjar forsendur hans eru og um leið hvaða áhrif hann mun hafa fyrir aðra lántaka. 

EFTA-dómstóllinn hefur snert á málinu og komist að þeirri niðurstöðu að skilmálar bankanna séu ekki að fullu í samræmi við Evrópureglur. Skilmálar lána um vaxtabreytingar séu ekki nægilega skýrir en um nákvæmlega það snýst deilan. Niðurstaða Hæstaréttar virðast, við fyrstu sýn, í samræmi við það.

Í niðurstöðu EFTA-dómstólsins, sem veitti ráðgefandi álit um túlkun Evróputilskipina, sagði meðal annars: „Var talið að orðalag eins og það sem birtist í skilmálunum sem til umfjöllunar eru í málunum, eins og „vextir á markaði“ og „breytingar á fjármögnunarkostnaði bankans“ sé ekki gagnsætt, jafnvel þótt það sé málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Einnig mælir það gegn skýrleika samningsskilmálanna sem deilt er um að þeir hafi að geyma hugtakið „meðal annars“. Eðli málsins samkvæmt gerir hugtakið ráð fyrir að tekið sé tillit til viðmiða sem neytandi þekkir ekki til við gerð samningsins.“

Málið er rekið fyrir tilstilli Neytendasamtakanna sem telja skilmála velflestra lána ólöglega. Telja samtökin að ákvarðanir um vaxtabreytingar séu verulega matskenndar og ógegnsæjar og því ekki hægt fyrir lántaka að sannreyna hvort þær séu réttmætar.

Alls er málið rekið í sex hlutum og er þetta aðeins einn angi þeirra. Í þessu prófmáli er það Íslandsbanka sem var stefnt. Sambærileg mál gegn hinum bönkunum hafa líka verið höfðuð en hafa ekki enn komið fyrir Hæstarétt. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár