Vaxtamálið: Skilmálar bankans ógiltir að hluta

Ís­lands­banki má ekki miða við hug­læga þætti þeg­ar ákvarð­an­ir eru tekn­ar um að breyta vöxt­um. Hæstirétt­ur kvað upp dóm í mál­inu í dag og ógilti hluta skil­mál­anna.

Vaxtamálið: Skilmálar bankans ógiltir að hluta

Skilmálar Íslandsbanka um hvernig bankinn má breyta vöxtum á lánum til neytenda voru í dag dæmdir ólögmætir í Hæstarétti. Ekki má miða við huglæga þætti þegar ákvarðanir eru teknar um að breyta vöxtum til neytenda. Bankinn var þó sýknaður af kröfum lántakanna um að ógilda vaxtabreytingar sem þegar hafa átt sér stað. Um var að ræða eitt af prófmálunum í Vaxtamálinu svokallaða. 

Dómurinn var fullskipaður, sem þýðir að sjö hæstaréttadómarar komu að niðurstöðunni. Það er aðeins gert í málum sem þykja hafa sérstakt fordæmisgildi. 

Málið snýst um milljarðatugi. Bankarnir meta möguleg áhrif dómsins á um 70 milljarða króna en Neytendasamtökin telja þau geta verið á bilinu 50-100 milljarða. Dómurinn hefur ekki verið birtur enn og er óljóst hverjar forsendur hans eru og um leið hvaða áhrif hann mun hafa fyrir aðra lántaka. 

EFTA-dómstóllinn hefur snert á málinu og komist að þeirri niðurstöðu að skilmálar bankanna séu ekki að fullu í samræmi við Evrópureglur. Skilmálar lána um vaxtabreytingar séu ekki nægilega skýrir en um nákvæmlega það snýst deilan. Niðurstaða Hæstaréttar virðast, við fyrstu sýn, í samræmi við það.

Í niðurstöðu EFTA-dómstólsins, sem veitti ráðgefandi álit um túlkun Evróputilskipina, sagði meðal annars: „Var talið að orðalag eins og það sem birtist í skilmálunum sem til umfjöllunar eru í málunum, eins og „vextir á markaði“ og „breytingar á fjármögnunarkostnaði bankans“ sé ekki gagnsætt, jafnvel þótt það sé málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Einnig mælir það gegn skýrleika samningsskilmálanna sem deilt er um að þeir hafi að geyma hugtakið „meðal annars“. Eðli málsins samkvæmt gerir hugtakið ráð fyrir að tekið sé tillit til viðmiða sem neytandi þekkir ekki til við gerð samningsins.“

Málið er rekið fyrir tilstilli Neytendasamtakanna sem telja skilmála velflestra lána ólöglega. Telja samtökin að ákvarðanir um vaxtabreytingar séu verulega matskenndar og ógegnsæjar og því ekki hægt fyrir lántaka að sannreyna hvort þær séu réttmætar.

Alls er málið rekið í sex hlutum og er þetta aðeins einn angi þeirra. Í þessu prófmáli er það Íslandsbanka sem var stefnt. Sambærileg mál gegn hinum bönkunum hafa líka verið höfðuð en hafa ekki enn komið fyrir Hæstarétt. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár