Sem félagsráðgjafi liðsinnir Lilja Sif Þórisdóttir fólki með réttindamál í heilbrigðiskerfinu til að finna viðeigandi farveg í flóknu kerfi réttinda-, lífeyris- og tryggingamála. Hún segir starfið krefjandi þar sem ME-sjúkdómurinn eða langvinnt Covid sé ekki nægilega viðurkennt.
„Þetta er mest krefjandi sjúklingahópur sem ég hef unnið með þegar kemur að réttindamálum því lagaramminn sem við búum við hefur verið mjög óhagstæður fyrir þessa einstaklinga hingað til en nú 1. september komu ný lög sem munu breyta heilmiklu fyrir okkar skjólstæðinga.“
Í ofanálag hefur hún sinnt greiningarviðtölum með læknum, auk þess að vera tímabundið teymisstjóri, en hlutverk hans er að halda utan um allt skipulag. „Þetta er töluvert miðað við starfshlutfallið sem ég er í.“
Allt annað viðhorf til þessa hóps
Hún segir að sjúklingar með ME og langvinnt Covid sitji ekki við sama borð og aðrir sjúklingar, til dæmis krabbameinssjúklingar, þegar kemur að réttindum. „Alls ekki, til dæmis sitja sjúklingar …




















































Athugasemdir