Samfylkingin mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins í nýrri könnun Prósents. 32 prósent landsmanna segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið væri til atkvæða í dag. Sjálfstæðisflokkur er sem fyrr næst stærstur og nýtur stuðnings 18,3 prósent fólks.
Fylgi Samfylkingarinnar er marktækt meira hjá konum en körlum, samkvæmt Prósent. Flokkurinn nýtur stuðnings 37 prósent kvenna á móti 28 prósent karla. Stuðningur við flokkinn eykst líka eftir því sem kjósendur verða eldri. Samfylkingin er þó stærst óháð kyni, aldri og búsetu svarenda.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er aftur á móti marktækt meira hjá körlum. 21 prósent þeirra segjast myndu kjósa flokkinn en 15 prósent kvenna. Fylgi Miðflokksins er svo rúmlega tvöfalt meira á meðal karla en kvenna en þrettán prósent karla styðja flokkinn á móti sex prósent kvenna.
Prósent segir að fylgi Viðreisnar sé þá markætk meira hjá einstaklingum frá 35 til 54 ára samanborið við þá sem eru eldri. Framsóknarflokkurinn nýtur mest stuðnings …
Athugasemdir