Mun fleiri eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en stjórnarandstöðunnar, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Að sama skapi segist mun stærri hópur vera óánægður með stjórnarandstöðuna en ríkisstjórnina.
Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar hefur farið vaxandi milli kannanna og eykst frá þingkosningunum. Nú segjast 62 prósent þátttakenda óánægð með störf hennar, en einungis 12 prósent ánægð. Í síðustu könnun Maskínu voru 47 prósent óánægð og 15 prósent ánægð, sem sýnir verulega breytingu á stuttum tíma.
Maskína hefur mælt viðhorf kjósenda til ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu ársfjórðungslega frá árinu 2021. Aldrei áður á því tímabili hefur jafn stór hluti lýst óánægju með stjórnarandstöðuna og nú.
Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar hefur á sama tíma aukist frá kosningum. Í nýjustu könnun segjast 48 prósent kjósenda ánægð með störf hennar, en 28 prósent óánægð.
Athugasemdir