Endurkoma Jóns Ásgeirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Endurkoma Jóns Ásgeirs

Í apríl 2008, þegar minna en hálft ár var í að allir íslensku bankarnir mundu hrynja og efnahagsáfall ríða yfir þjóðina, afhenti Ólafur Ragnar Grímsson stjórnarformanni Baugs Group, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir „forystuhlutverk í íslensku útrásinni“.

„Á örfáum árum hefur fyrirtækið náð þeim árangri að verða þriðja stærsta smásölufyrirtæki á Norðurlöndum og hefur á liðnum árum vaxið hraðar en nokkuð annað fyrirtæki á þessum markaði,“ sagði í tilkynningu vegna verðlaunanna.

Skömmu síðar missti Jón Ásgeir stjórn á viðskiptaveldi sínu. Glitnir, bankinn sem hann stýrði bak við tjöldin, var tekinn yfir af ríkinu. Baugur fór í gjaldþrot og þar með rann verslunin Bónus sem hann stofnaði með föður sínum, Jóhannesi Jónssyni, úr greipum hans. Málaferli vofðu yfir honum eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýndi hversu skuldsettur þessi hraði vöxtur Baugs hafði verið hjá öllum föllnu bönkunum, ekki bara Glitni, heldur líka Kaup­þingi og Lands­bank­an­um. Honum og eiginkonu hans, …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár