Píratar næðu á þing í dag

Stuðn­ing­ur við Pírata mæl­ist nú tæp sex pró­sent. Það væri nóg til að tryggja flokkn­um minnst þrjá full­trúa á þingi. Sam­fylk­ing­in mæl­ist lang­stærsti flokk­ur­inn sem fyrr með rúm­lega þrjá­tíu pró­senta fylgi.

Píratar næðu á þing í dag

Píratar næðu minnst þremur fulltrúum á þing í dag, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu. Flokkurinn nýtur 5,8 prósenta stuðnings og myndi því rjúfa fimm prósenta þröskuldinn sem þarf til að fá úthlutað uppbótarþingmönnum.

Píratar féllu af þingi í kosningunum sem fram fóru undir loka síðasta árs. Það gerðu Vinstri græn líka en stuðningur við þau mælist enn undir þröskuldinum. Fylgi Vinstri grænna mælist nú 4,1 prósent. 

Samfylkingin er enn langstærsti flokkurinn, samkvæmt könnuninni, með 31,9 prósenta fylgi. Það er um það bil sama fylgi og flokkurinn mældist með í síðustu könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn marar á sama stað og í síðustu könnun, í 18,6 prósentum, en Viðreisn fellur lítillega og mælist nú með 14,3 prósenta stuðning.

Fylgi Framsóknarflokks og Flokks fólksins mælist í báðum tilvikum 6,3 prósent. Miðflokkurinn er stærri en þeir báðir með 9,1 prósenta fylgi. 

Sósíalistaflokkur Íslands mælist  með 3,5 prósenta fylgi og kæmi því ekki fulltrúa að á þingi. Flokkurinn héldi hins vegar áfram að fá greiðslur úr ríkissjóði, líkt og hann hefur gert undanfarin misseri, yrðu þetta niðurstöður kosninga. Til að tryggja sér greiðslur þarf að ná að lágmarki 2,5 prósent atkvæða í kosningum. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár