Píratar næðu á þing í dag

Stuðn­ing­ur við Pírata mæl­ist nú tæp sex pró­sent. Það væri nóg til að tryggja flokkn­um minnst þrjá full­trúa á þingi. Sam­fylk­ing­in mæl­ist lang­stærsti flokk­ur­inn sem fyrr með rúm­lega þrjá­tíu pró­senta fylgi.

Píratar næðu á þing í dag

Píratar næðu minnst þremur fulltrúum á þing í dag, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu. Flokkurinn nýtur 5,8 prósenta stuðnings og myndi því rjúfa fimm prósenta þröskuldinn sem þarf til að fá úthlutað uppbótarþingmönnum.

Píratar féllu af þingi í kosningunum sem fram fóru undir loka síðasta árs. Það gerðu Vinstri græn líka en stuðningur við þau mælist enn undir þröskuldinum. Fylgi Vinstri grænna mælist nú 4,1 prósent. 

Samfylkingin er enn langstærsti flokkurinn, samkvæmt könnuninni, með 31,9 prósenta fylgi. Það er um það bil sama fylgi og flokkurinn mældist með í síðustu könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn marar á sama stað og í síðustu könnun, í 18,6 prósentum, en Viðreisn fellur lítillega og mælist nú með 14,3 prósenta stuðning.

Fylgi Framsóknarflokks og Flokks fólksins mælist í báðum tilvikum 6,3 prósent. Miðflokkurinn er stærri en þeir báðir með 9,1 prósenta fylgi. 

Sósíalistaflokkur Íslands mælist  með 3,5 prósenta fylgi og kæmi því ekki fulltrúa að á þingi. Flokkurinn héldi hins vegar áfram að fá greiðslur úr ríkissjóði, líkt og hann hefur gert undanfarin misseri, yrðu þetta niðurstöður kosninga. Til að tryggja sér greiðslur þarf að ná að lágmarki 2,5 prósent atkvæða í kosningum. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár