Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ríkisstörfum fjölgaði um nær 5.000 í tíð síðustu ríkisstjórnar

Stöðu­gildi á veg­um rík­is­ins voru rúm­lega 29 þús­und í lok síð­asta árs en rúm­lega 24 þús­und í lok árs 2017 þeg­ar rík­is­stjórn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks tók við. „Minna ríki“ var slag­orð þess síð­ast­nefnda í fyrra.

Ríkisstörfum fjölgaði um nær 5.000 í tíð síðustu ríkisstjórnar
Ríkisstjórnarsamstarf 2017 til 2024 Sjálfstæðisflokkurinn fór með fjármálaráðuneytið frá 2013 til 2024 en á tímabilinu fjölgaði stöðugildum hjá ríkinu um tæp 30 prósent. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stöðugildi á vegum ríkisins voru 29.054 þann 31. desember 2024 og fjölgaði um 538 á landsvísu á árinu eða um 1,9 prósent.

Þetta kemur fram í nýrri tölfræði Byggðastofnunar. Samkvæmt mælaborði stofnunarinnar voru 24.343 stöðugildi á vegum ríkisins í lok árs 2017 þegar ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfólks hafði nýtekið við völdum. Fjölgaði því ríkisstörfum um 4.711 á þeim tæpu tveimur kjörtímabilum sem ríkisstjórnin var við völd, eða um rúmlega 19 prósent.

Á sama tímabili fjölgaði íbúum Íslands um tæp 14 prósent og því ljóst að ríkisstörfum fjölgaði vel umfram fólksfjölgun.

„Báknið“ stækkaði

Þessi fjölgun starfa á vegum ríkisins vekur athygli í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fór með fjármálaráðuneytið allan þann tíma sem þetta ríkisstjórnarsamstarf átti sér stað fyrir utan rúma tvo síðustu mánuði þess. Var Bjarni Benediktsson, þá formaður flokksins, fjármálaráðherra megnið af tímanum og ábyrgur fyrir framlagningu fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar.

Á síðunni „Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn“ á vef flokksins segir að kjörorð flokksins séu meðal annars: „Báknið burt.” Flokkurinn hafði þetta í fyrirrúmi í kosningabaráttu sinni fyrir Alþingiskosningar í fyrra og bar fyrsti kafli kosningaáherslum hans titilinn „Minna ríki“. Í honum voru tillögur á borð við „Fækkum ríkisstofnunum úr 160 í 100“ og „Bjóðum út verkefni - ríkið þarf ekki að vinna öll verk“.

Flokkurinn hefur þannig lengi talað fyrir minni ríkisafskiptum en fjöldi starfa á vegum ríkisins hefur hins vegar blásið út á meðan hann hefur verið við stjórnvölin. Í raun er hægt að líta lengra aftur í tölfræði Byggðastofnunar, til loka árs 2014 þegar flokkurinn hafði þá árið áður myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokki undir forsæti þáverandi formanns Framsóknar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Voru stöðugildi á vegum ríkisins 22.751 í lok árs 2014. Það kjörtímabil var Bjarni Benediktsson einnig fjármálaráðherra. Hefur þeim þannig fjölgað um 6.303 á þessum áratug eða 27,7 prósent.

Fjölgunin vegna heilbrigðismála og Háskóla Íslands

Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru á höfuðborgarsvæðinu, að því fram kemur í greiningu Byggðastofnunar, enda er meirihluti landsmanna búsettur þar. Hins vegar er hlutfall stöðugilda á höfuðborgarsvæðinu 70% en hlutfall landsmanna sem þar býr aðeins 64%.

„Mesta hlutfallslega fjölgunin var erlendis“

Stöðugildum fjölgaði mest á höfuðborgarsvæðinu í fyrra eða um 491 milli ára, mest vegna Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskóla Íslands. „Mesta hlutfallslega fjölgunin var erlendis, fyrst og fremst vegna stöðugilda við alþjóðlega þróunarsamvinnu,“ segir í greiningu Byggðastofnunar en stöðugildi erlendis voru 75 í fyrra, aðallega í erlendum sendiráðum, og hafði fjölgað um ellefu á milli ára. „Þar fyrir utan fjölgaði stöðugildum hlutfallslega mest á Vestfjörðum eða um 6,5% en sú fjölgun er aðallega á Ísafirði. Mesta fækkun stöðugilda var á Suðurlandi, 36 stöðugildi eða 2,0%.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Má ekki fækka þeim aftur? Voru þetta ekki einhver Covid aðgerðir? Ekki hefur verið fjölgað í lögreglunni og eftirliti hverskonar. Ekki á sjúkrahúsunum, þar er alltaf verið að fækka. Í hvaða störfum eru þessar þúsundir manna?
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er víst ekki nóg að segja það, það er að gera það. Fyrirheitin alltaf falleg en gjörðir engar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár