Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
Atlantshafið Ekki telst lengur „ólíklegt“ að AMOC-hafstraumurinn brotni niður. Mynd: Golli

Líkur á því að AMOC-hafstraumurinn hrynji hafa aukist og getur ekki lengur talist „ólíklegur atburður.“ Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í Environmental Research Letter í gær. 

Nýlega bentu loftslagslíkön til þess að hrun AMOC-hafstraumsins, veltihringrásar Atlantshafsins sem Golfstraumurinn er hluti af, fyrir árið 2100 væri ólíklegt. Breyting er nú á en rannsóknin sem birtist í gær skoðaði líkön sem voru keyrð lengur, til áranna 2300 og 2500.

Greiningin sýndi að við munum fara yfir þann þröskuld eða vendipunkt sem segir til um að hrun AMOC verði óumflýjanlegt innan fárra áratuga. Hrunið sjálft gæti síðan átt sér stað fimmtíu til hundrað árum eftir að við förum yfir þröskuldinn.  

25 prósent líkur í bestu sviðsmyndinni

Niðurstöður sýndu að ef kolefnislosun héldi áfram að aukast, leiddu sjötíu prósent líkananna sem keyrð voru til hruns á AMOC. Ef miðað var við meðallosun spáðu 37 prósent líkana hruni. Þegar líkönin voru keyrð …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SHP
    Sigrún H. Pálsdóttir skrifaði
    Er þá ekki næst á dagskrá að stoppa eyðileggingu á leirum og mýrlendi, loka álverum og fjármagna rafmagnsbíla fyrir þjóðina, svo eitthvað sé nefnt?
    0
  • SI
    Sigurpall Ingibergsson skrifaði
    Grafalvarleg staða.
    En Hafrannsóknarstofnun þarf að rannsaka hafið betur en vantar fjármagn. Stjórnvöld þurfa að gera eitthvað í því.
    Það gerist galdur í hafinu þegar heitur og saltur sjór sekkur í norðurhluta Atlantshafs og er drifkraftur AMOC.

    Þetta ferli dælir súrefni í djúphafið og tryggir stöðugt uppstreymi næringarefna annars staðar.

    Þessi næring viðheldur frumframleiðslu, sem er grunnurinn að lífríki og fiskstofnum í Norður-Atlantshafi.

    Án AMOC yrði minna súrefni í djúphafi, minni næring á yfirborði, og stórskaði fyrir fiskistofna og vistkerfi. Skildi 4,8% samdráttur í fiskveiðheimildum mega skrifa á 15% hægingu AMOC frá stríðslokum?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu