Við erum að skapa umhverfi sem er fólki mjög andstætt

Páll Jakob Lín­dal, doktor í um­hverf­is­sál­fræði, seg­ir að á tím­um þar sem lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu að sliga sam­fé­lag­ið sé mik­il­vægt að búa til gott um­hverfi sem styð­ur við heilsu fólks. Þar sé hægt að gera mun bet­ur, en það sé ekki orð­ið of seint.

Við erum að skapa umhverfi sem er fólki mjög andstætt

Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, segir að fólk hér hafi oftast lítið um skipulagsmál í sínum heimahverfum að segja, ólíkt því sem er víða á Norðurlöndunum og að hér ríki sýndarsamráð.

Borgin sé að gleyma samfélaginu, fólkinu sjálfu, og rík tilhneiging sé til að ganga á græn svæði til að byggja á. Mikil og einsleit þétting byggðar og vöntun á grænum svæðum sé ekki til að efla heilsu borgaranna, hvorki líkamlega né andlega. Hann segir þó að margt gott hafi verið gert og að borgin hafi um margt áhugaverða sýn, og nefnir í því samhengi göngustíga, hjólastíga og að svæði eins og Fossvogsdalurinn, þar sem var fyrirhugað að leggja hraðbraut, auk Hljómskálagarðsins og Klambratúns, hafi tekið miklum og jákvæðum breytingum.

Neikvæð áhrif á heilsuPáll segir að Reykjavík sé að gleyma samfélagsþættinum í skipulagi borgarinnar. Hann telur að of mikil þétting byggðar, skortur á grænum svæðum og sýndarsamráð við …
Kjósa
66
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Ásgeirsdóttir skrifaði
    Páll hefði átt að biðja um leiðsögn á Hlíðarenda fyrst hann er að hugsa um skipulag og áhrif á mannlíf. Ég tek þess vegna að mér að lýsa hvernig er að búa í hverfinu.

    Ég bý þar sem er lokaður garður. Ástæðan er sú að bílageymslan er opin upp í garðinn og ekki sniðugt að bjóða þangað gestum og gangandi þar sem börn geta farið sér að voða og heimilislaust fólk getur sest að eins og dæmi frá Vesturgötunni sanna.

    Blokkirnar eru misháar einingar: 3 hæðir, 4 hæðir og 5 hæðir. Með þessu er vindur rofinn og skýlla á götum og í görðum en ef allar einingarnar væru í sömu hæð. Sólin skín á götur eftir sólarátt og tíma dagsins, skuggavarp á götur og gangstéttir eins og í öðrum hverfum eftir árstíðum. Í upphituðum gangstéttum við göturnar eru beð með álmi og reyni, sem koma til með að skýla fyrir vindi þegar krónur breiða úr sér og stofnar gildna, blómstarndi kvistir og lággróður. Öruggar göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir eru í grunnskóla, skóginn í Öskjuhlíð, Hljómskálagarðinn, Nauthólsvík, Fossvogsdalinn, Elliðaárdalinn og með sjávarsíðunni út á Seltjarnarnes. Stutt að aka út úr hverfininu á aðalsamgönguleiðir höfuðborgarsvæðisins.

    Mín reynsla er að við við sem hér búum séum hvorki einmana né þjáð af þunglyndi frekar en gengur og gerist. Mannlífið er fjölmenningarlegt. Við hittumst í lyftunni, bílakjallaranum og garðinum. Hver reitur hefur sinn samfélagsmiðlahóp, hverfið annan og selt og gefið hóp.

    Húsfélögin eru mjög virk í hagsmunagæslu bæði gagnvart verktökum og borginni. Þau hafa bent á að okkur vanti nauðsynlega þjónustu sem verslana- og þjónustukeðjur bjóða upp á. Hverfið er skipulagt þannig að fólk getur gengið út í búð. Bílastæði er engin fyrirstaða því hér búa á annað þúsund kúnnar sem gangana út í búð. Fólk kemur úr öðrum hverfum í sjúkraþjálfun, klippingu, golfhermi, prjónabúð og til lögfræðings. Hvað stoppar eigendur lágvöruverslunar, apóteks og bakarís með kaffihúsi?
    2
    • PH
      Pétur Hilmarsson skrifaði
      Ég bý nú líka í þessu hverfi og keypti hér íbúð 2019 og get nú tekið undir flest það sem Páll segir. Skv. upphaflegu skipulagi hverfisins áttu engin hús að vera yfir 4 hæðir eins og fyrsta hús hverfisins er við Arnarhlíð 1. Það að flest hús eru síðan 5 hæðir veldur gríðarlegu skuggavarpi eins og ég veit að Páll hefur kynnt sér. Þegar ég flutti inn í hverfið átti að reisa í einum reitnum verslunar og þjónustu kjarna 3-4 hæða og í öðrum reit við hliðina 4 hæða hótel næst Miklubraut. Maður hafði væntingar um að úrval verslana og þjónustu yrði þarna í næsta nágrenni sem myndi styðja við bíllausan lífstíl.
      En hvað gerist svo? Í árslok 2021 var kynnt breytt skipulag þar sem þessum reitum var breytt í 4-5 hæða íbúðareiti og grænu svæði við Haukahlíð sem borgin hafði sett grasflöt á stuttu fyrr á að reisa 4-5 hæða fjölbýlishús úr takti við allt skipulag á svæðinu. Þessum skipulagsbreytingum var síðan keyrt í gegn þrátt fyrir mótmæli íbúa í hverfinsu. Við þessar breytingar er íbúaþéttni á þessu svæði orðin eins sú mesta á landinu, gríðarlegur bílastæðaskortur og umferðarþungi þar sem allir þurfa að keyra úr þessu hverfi út á Granda, Skeifu eða Kringu til að komast í alvöru matvöruverslun. Hefði maður vitað að borgin myndi eyðileggja hverfið með þessum hætti hefði ég aldrei flutt hingað.
      Eigendur lágvoruverslunarkeðju vildu setja upp verslun á þeim reit sem ég nefndi að ofan en borgin hafnaði því þar sem til stóð að troða fleiri skuggaíbúðum þar í staðinn.
      0
  • ML
    Maja Loebell skrifaði
    Takk fyrir þessa grein! Hún er frábær um brýnt málefni! Breytingar á núverandi ástandi eru þörf og áriðandi!
    1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Dagur B. Egg. var spurður fyrir margt löngu í sjónvarpsfréttatíma RUV hvort það að byggja Háskóla Reykjavíkur (þar sem hann er núna) myndi ekki rýra útivistarsvæði í Öskjuhlíðinni. „nei þvert á móti, það mun aukast” sagði hann en var því miður ekki beðinn um að útskýra það. Fólk getur semsagt litið á skólabygginguna og meðfylgjandi víðáttumikil bílastæði fyrir nemendur og kennara sem aukið útivistarsvæði.
    Nú hefur D.B.Egg. tekið sæti á hinu háa Alþingi og ef hann verður jafn snöggur að auka útivistarsvæði almennings með setu sinni þar eins og í Öskjuhlíðinni um árið - ja þá erum við í góðum málum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár