Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, segir að fólk hér hafi oftast lítið um skipulagsmál í sínum heimahverfum að segja, ólíkt því sem er víða á Norðurlöndunum og að hér ríki sýndarsamráð.
Borgin sé að gleyma samfélaginu, fólkinu sjálfu, og rík tilhneiging sé til að ganga á græn svæði til að byggja á. Mikil og einsleit þétting byggðar og vöntun á grænum svæðum sé ekki til að efla heilsu borgaranna, hvorki líkamlega né andlega. Hann segir þó að margt gott hafi verið gert og að borgin hafi um margt áhugaverða sýn, og nefnir í því samhengi göngustíga, hjólastíga og að svæði eins og Fossvogsdalurinn, þar sem var fyrirhugað að leggja hraðbraut, auk Hljómskálagarðsins og Klambratúns, hafi tekið miklum og jákvæðum breytingum.

Ég bý þar sem er lokaður garður. Ástæðan er sú að bílageymslan er opin upp í garðinn og ekki sniðugt að bjóða þangað gestum og gangandi þar sem börn geta farið sér að voða og heimilislaust fólk getur sest að eins og dæmi frá Vesturgötunni sanna.
Blokkirnar eru misháar einingar: 3 hæðir, 4 hæðir og 5 hæðir. Með þessu er vindur rofinn og skýlla á götum og í görðum en ef allar einingarnar væru í sömu hæð. Sólin skín á götur eftir sólarátt og tíma dagsins, skuggavarp á götur og gangstéttir eins og í öðrum hverfum eftir árstíðum. Í upphituðum gangstéttum við göturnar eru beð með álmi og reyni, sem koma til með að skýla fyrir vindi þegar krónur breiða úr sér og stofnar gildna, blómstarndi kvistir og lággróður. Öruggar göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir eru í grunnskóla, skóginn í Öskjuhlíð, Hljómskálagarðinn, Nauthólsvík, Fossvogsdalinn, Elliðaárdalinn og með sjávarsíðunni út á Seltjarnarnes. Stutt að aka út úr hverfininu á aðalsamgönguleiðir höfuðborgarsvæðisins.
Mín reynsla er að við við sem hér búum séum hvorki einmana né þjáð af þunglyndi frekar en gengur og gerist. Mannlífið er fjölmenningarlegt. Við hittumst í lyftunni, bílakjallaranum og garðinum. Hver reitur hefur sinn samfélagsmiðlahóp, hverfið annan og selt og gefið hóp.
Húsfélögin eru mjög virk í hagsmunagæslu bæði gagnvart verktökum og borginni. Þau hafa bent á að okkur vanti nauðsynlega þjónustu sem verslana- og þjónustukeðjur bjóða upp á. Hverfið er skipulagt þannig að fólk getur gengið út í búð. Bílastæði er engin fyrirstaða því hér búa á annað þúsund kúnnar sem gangana út í búð. Fólk kemur úr öðrum hverfum í sjúkraþjálfun, klippingu, golfhermi, prjónabúð og til lögfræðings. Hvað stoppar eigendur lágvöruverslunar, apóteks og bakarís með kaffihúsi?
En hvað gerist svo? Í árslok 2021 var kynnt breytt skipulag þar sem þessum reitum var breytt í 4-5 hæða íbúðareiti og grænu svæði við Haukahlíð sem borgin hafði sett grasflöt á stuttu fyrr á að reisa 4-5 hæða fjölbýlishús úr takti við allt skipulag á svæðinu. Þessum skipulagsbreytingum var síðan keyrt í gegn þrátt fyrir mótmæli íbúa í hverfinsu. Við þessar breytingar er íbúaþéttni á þessu svæði orðin eins sú mesta á landinu, gríðarlegur bílastæðaskortur og umferðarþungi þar sem allir þurfa að keyra úr þessu hverfi út á Granda, Skeifu eða Kringu til að komast í alvöru matvöruverslun. Hefði maður vitað að borgin myndi eyðileggja hverfið með þessum hætti hefði ég aldrei flutt hingað.
Eigendur lágvoruverslunarkeðju vildu setja upp verslun á þeim reit sem ég nefndi að ofan en borgin hafnaði því þar sem til stóð að troða fleiri skuggaíbúðum þar í staðinn.
Nú hefur D.B.Egg. tekið sæti á hinu háa Alþingi og ef hann verður jafn snöggur að auka útivistarsvæði almennings með setu sinni þar eins og í Öskjuhlíðinni um árið - ja þá erum við í góðum málum.