Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, segir að fólk hér hafi oftast lítið um skipulagsmál í sínum heimahverfum að segja, ólíkt því sem er víða á Norðurlöndunum og að hér ríki sýndarsamráð.
Borgin sé að gleyma samfélaginu, fólkinu sjálfu, og rík tilhneiging sé til að ganga á græn svæði til að byggja á. Mikil og einsleit þétting byggðar og vöntun á grænum svæðum sé ekki til að efla heilsu borgaranna, hvorki líkamlega né andlega. Hann segir þó að margt gott hafi verið gert og að borgin hafi um margt áhugaverða sýn, og nefnir í því samhengi göngustíga, hjólastíga og að svæði eins og Fossvogsdalurinn, þar sem var fyrirhugað að leggja hraðbraut, auk Hljómskálagarðsins og Klambratúns, hafi tekið miklum og jákvæðum breytingum.

Nú hefur D.B.Egg. tekið sæti á hinu háa Alþingi og ef hann verður jafn snöggur að auka útivistarsvæði almennings með setu sinni þar eins og í Öskjuhlíðinni um árið - ja þá erum við í góðum málum.