Evrópusambandið, ESB, og Kína sögðu samstarf sitt mikilvægt til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem ber heitið Leiðin fram á við eftir 10 ára afmæli samþykktar Parísarsamkomulagsins í dag.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Antonio Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, heimsóttu Peking í dag og funduðu með Xi Jinping, forseta Kína.
Í yfirlýsingunni segja ESB og Kína Parísarsamkomulagið og rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, hornstein alþjóðlegrar samvinnu til að takast á við loftslagsbreytingar.
Þá segir í yfirlýsingunni að „grænt samstarf ESB og Kína sé mikilvægur liður í samstarfi þeirra.“ Þá segir að grænn sé einkennislitur samstarfsins.
Fundurinn markaði fimmtíu ára afmæli stjórnmálasambands ESB og Alþýðulýðveldisins Kína. Leiðtogarnir ræddu tvíhliða samskipti ríkjanna og hnattræn og landfræðileg málefni.
Aukin samvinna
Í fréttatilkynningu sem ESB deildi í dag segir „ESB undirstrikaði mikilvægi sambands ESB við Kína og ítrekaði skuldbindingu sína til að efla samskipti …
Athugasemdir (2)