Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur?“

Stuðn­ings­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna eru „lík­lega bitr­ir“ og „ein­hver hef­ur kom­ið illa fram við þá og þeir eru í vand­ræð­um með sjálfs­mynd sína,“ skrif­ar Jón Pét­ur Zimsen, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur?“
Jón Pétur Zimsen Þingmaður Sjálfstæðisflokks lýsir þeim sem styðja ríkisstjórnina í pistli á Facebook. Mynd: Alþingi

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skrifar pistil á Facebook síðu sína í dag þar sem hann lýsir stuðningsfólki ríkisstjórnarflokkanna sem „líklega bitrum“, „í vandræðum með sjálfsmynd sína“ og segir að þeim finnist þeir „ekki metnir að verðleikum“.

Í pistlinum, sem er nokkuð ljóðrænn og byrjar á orðunum „Hver ertu?“ lýsir Jón Pétur tveimur tegundum af fólki. Annars vegar þeim sem svara nei við eftirfarandi spurningum og hins vegar þeim sem svara játandi og eru stuðningsmenn Samfylkingar, Viðreisnar eða Flokks fólksins.

„Finnst þér erfitt þegar öðrum gengur vel, hvers vegna ekki ég?“ spyr Jón Pétur. „Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur? Þeir sem eru vel stæðir hafa skarað eld að eigin köku með óeðlilegum hætti. Þeir sem þurfa tímabundna hjálp til sjálfshjálpar eiga að fá að rotna í helvíti enda aumingjar. Ertu stjórnlyndur?“

„ Þeir sem þurfa tímabundna hjálp til sjálfshjálpar eiga að fá að rotna í helvíti enda aumingjar“

Jón heldur áfram og beinir sjónum sínum að því sem hann virðist sjá sem popúlíska hegðun stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar. „Ertu til í að tala meira um óréttlæti en að gera raunverulega eitthvað í því?“ spyr hann. „Skiptir þig meira máli að fólk haldi að þú sért góður og fáir mörg „like“ á það en að þú gerir raunverulega eitthvað í því. Ertu til í stundarvinsældir þó að það kosti almannahag á endanum? Þeir sem standa sig vel eiga að vinna töluverða nauðungarvinnu fyrir þá sem leggja sig minna fram. Langar þig að sýnast vera góð manneskja á netinu og eltir því það sem er vinsælt hverju sinni því það er auðvelt að hneykslast á hinu. Ertu yfirborðskenndur og frasatamur? Finnst gott að elta það sem hljómar vel en nennir ekki alveg að kynna þér það? En myndir ALDREI viðurkenna það?“

Loks spyr hann hvort lesandinn sé „x( S,C,F) maður“.

„Þeir sem svara nei eru líklegir til að sökkva sér í málin, taka afstöðu út frá staðreyndum en ekki tilfinningum. Vilja ÖLLUM gott og lyfta öllum,“ skrifar Jón Pétur og meinar þá líklega þá sem ekki styðja ríkisstjórnarflokkana.

„Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN“

„Þeir sem svara Já eru líklega bitrir,“ skrifar hann að lokum. „Einhver hefur komið illa fram við þá og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN. Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur.“

Kjósa
-55
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (13)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu nótunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $382.000 í tekjum.
    0
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Mér finnst þetta barnalegt raus.
    1
  • HH
    Hjörtur Herbertsson skrifaði
    Að þessi maður skuli vera þingmaður, en svona vilja sjallarnir hafa þá kolklikkaða.
    1
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Hann er nú bara skólastjóri. Er þetta ekki spurningin um að geta lesið sér til gagns ?
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hann er í réttum flokki þessi, nógu ands###i leiðinlegur.
    7
  • Hjálmtýr Heiðdal skrifaði
    Þessi þingmaður var eitt sinn skólastjóri!
    5
  • Edvard Guðjónsson skrifaði
    Erfitt að vera Sjalli þessa dagana utan stjórnar án áhrifa og horfa upp á leiðréttingu nýrrar stjórnar á veiðigjöldum fégráðugar útgerðar.
    14
  • Þorvaldur Árnason skrifaði
    Systkinin Kristinn, Nils, Else og Jón eru með þeim auðugustu á lista Viðskiptablaðsins yfir eignafólk landsins.
    7
  • trausti þórðarson skrifaði
    Hann hefur stigið á tappa.
    16
  • Þessi Zimsen er algerlega kolruglaður . Hann ásamt öðrum stóð að einhverju bulli í nokkrar vikur á alþingi til að stoppa frumvarp um veiðigjöld , sem er bara smáaurar. En hvað gerðist ?? það urðu önnur lagafrumvörp sem komust ekki í gegn vegna þvættings og þvælu í stjórnar andstæðingum . Þar má nefna smábátafrumvarpið , breytingu á leigubílalögum ( þar sem S Ingi setti nauðgara og ræningja undir stýri á leigubílum), Utlendingalög, þar sem á að gera það löglegt að henda út hælisleitendum sem gerast brotlegir við lög, nú og kílómetragjaldið sem samið var af fyrri ríkisstjórn. Þessi maður ásamt fleirum er búinn að valda hér miklu tjóni , hann er hreint út sagt kolklikkaður. Hann hefur sannað það að hann er ömurlegasti þingmaðurinn
    18
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hjörðin hjá Sjálfstæðisflokknum hefur oft verið skrítin , en þessi sem skrifað er hér um , er einn sá skrítnasti . Hann sýndi að hann kann að tala um plasttappa .
    19
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár